Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Page 45

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Page 45
En lítur ekki samt út fyrir að eitthvað skorti á launajafnréttið í þessum samningum? Þá skulum við njósna ofurlítið um launakjör í prentsmiðjum. Þar er alllöng virðingaröð. — Vélsetjarar — setjarar — prentarar — nemar og að lokum kvenfólk. Það er greinilega litið á þetta prentsmiðjukvenfólk, sem einhverja óæðri manntegund, það er bara kvenfólk á 1., 2., 3. og 4. ári. Ef til vill breytti það engu, þó að í næstu samningum væri talað um ófaglært aðstoðarfólk — eða blátt áfram aðstoðarmenn, þar eð konur til heyra ótvírætt dýrategundinni maður — því að tæplega eru kjörin það góð að nokkur karlmaður sætti sig við þau. En væri það samt ekki viðkunnanlegra? Það er alkunna að ríkið og bæjarfélögin greiða sömu iaun fyrir sömu vinnu, og hlýtur þá ekki hag þeirra kvenna sem starfa i þágu ríkis og bæja að vera vel borgið? Við skulum líta ofurlítið á hið nýja frumvarp til launa- laga, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Þar er starfsmönnum skipað í XV launaflokka og fara launin lækkandi eftir því sem númer launaflokksins hækkar. Þar er launum skipað eftir kröfum þeim um hæfileika og menntun sem gera verður til þeirra sem störfum gegna eins og vera ber, en þar að auki virðist heldur betur vera tekið tillit til þess, hvort störfin séu yfirleitt unnin af konum eða körlum. Það er sem sagt mjög auðvelt að fullnægja kröfunni um launajafnrétti lagalega án þess að teljandi merki sjáist um það á launaskrám. Auðvitað skipa konur eingöngu XV. flokk, og öruggan meiri- hluta munu þær hafa í tveim þeim næstu. Þar eru t. d. talsímakonur, þ .e. stúlkur sem afgreiða símsamtöl landshornanna á milli og mun flestum JAFNRÉTTISBARÁTTAN í LAUNAMÁLUM Þótt undarlegt megi virðast mun kaupgjald í almennri kvennavinnu vera hæst hérlendis í Flatey á Breiða- firði. En þar er grunnkaup kvenna í dagvinnu kr. 8,65 á klst. Næst kem- ur Dalasýsla, félagssvæði Verkalýðs- félagsins „Valur“ í Búðardal, með kr. 8,00 um klst. í grunn Þá er Siglu- fjörður með kr. 7,92 um klst., og 30 mín. tvisvar á dag í kaffi, en það jafn- gildir kr. 8,25, miðað við 20 min. kaffihléin, sem tíðkast víða annars- staðar samkv. Reykjavíkurkjörum. Sömu kjör munu gilda á Húsavík. — Þá koma Akranes, Keflavík og Njarð- víkur með kr. 7,83. Síðan Seyðisfjörð- ur með kr. 7,82 og loks Reykjavík, Akureyri og Vestmannaeyjar með kr. 7,70 um klst. í grunn. Hér má sjá, að í stærstu bæjum landsins er grunnkaup í almennri dagvinnu kvenna mun lægra en á smærri stöðum út um landið sums staðar og nærri krónu lægra en í Flatey. Þetta er efni til athugunar fyrir verkakvennafélögin á stærri stöðun- um og þá einkum það langstærsta í höfuðstaðnum. Er ekki mál til þess komið að t.d. Reykjavík fari að taka sig á í þessu efni. VINNAN og verkalýðurinn 207

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.