Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Qupperneq 53

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Qupperneq 53
hefur mjólkurhringurinn þrjár Elsur, sem eru svo líkar í útliti, að þær geta, án þess almenningur taki eftir, skipzt á um að bera þær þungu byrð- ar, sem óhjákvæmilega hljóta að hvila á svo frægri persónu. Það mun ekki of hátt áætlað, að 30—40 milljónir manna hafi nú séð Elsu í eigin persónu. Hún hefur verið gerð heiðursborgarstjóri í 74 borgum Bandaríkjanna og heiðursríkisstjóri í 5 fylkjum, en auk þess er hún hand- hafi heiðursgráðu við fjölmarga æðri skóla. Er nú svo komið, að hringur- inn, sem áður var orðaður við okur, hirðir árlega ca. 50 milljónir dollara i hreinan ágóða af sölu mjólkurbús- afurða, en jafnvel illgjörnustu menn voga ekki lengur að halda því fram að Elsu-mjólk sé of dýr. Vandi fylgir vegsemd hverri, og slík þjóðhetja sem Elsa, verður að lifa eftir sérstökum siðfræðireglum, sem eru a. m. k. eins strangar og væri hún brezk prinsessa. Rithöfundurinn Thomas Whiteside, sem leyst hefur það ágæta verk af hendi, að skrá- setja æviatriði Elsu í bókarformi, hefur lýst í höfuðatriðum þeim siðfræðilegu- og listrænu reglum, sem dráttlistarmenn og söngtexta- höfundar mjólkurhringsins verða að fara eftir. Þar er t. d. skilmerkilega fram tekið, að það sem höfundar reglugerðarinnar, með auðsærri blygðun nefna „mjólkur-deild Elsu“, megi aðeins vera sýnilegt þegar kýr- in er teiknuð í sínum eðlilegu stell- ingum, þ. e. a. s. á fjórum fótum. Þegar Elsa er sýnd standandi á aftur- fótunum, eða í annarri „mannlegri“ stellingu, sem raunar er algengast á niyndum af henni, verður júgrið allt- af að vera hulið af fæti eða á annan hátt, t. d. með svuntu. „Elsu má aldrei teikna í prófíl. Listamennirnir verða að gæta þess, að sýna augu hennar aldrei aftarlega í höfðinu, þar sem það myndi gefa henni einfeldnis- legan svip, og valda áhrifum sem eru Góðra manna getið af bls. 211. ur að uppruna. Af núlif- andi mönnum er Rósin- kranz einn af elztu brautryðjendum ís- lenzkra verkalýðssam- taka. Hann leitaði ung- ur af heimamiðum, stundaði um hríð sjó- mennsku og siglingar við strendur framandi landa og flutti svo með sér heim til gamla Fróns ferskan anda rót- tækra skoðana inn í verkalýðshreyfinguna. Um langt skeið var Rósinkranz ívarsson þekktur meðal sjó- manna í flestum veiði- stöðvum landsins fyrir frábæra sjómennsku sína og félagslegt vakn- ingarstarf og var mikið dáður af öllum sem kynntust honum per- sónulega. Eins og að lík- um lét stóð Rósinkranz í stjórqmálabaráttunni jafnan í fylkingarbrjósti lengst til vinstri og var því ekki neinn aufúsu- gestur íhaldi og undan- sláttarsinnum í verka- lýðshreyfingunni, þar sem hann fór. Snemma hneygðist hugur hans að þjóðlegum fræðum, og mun hann hafa frá ungdómsárum stundað þau í hjáverkum. Og nú á síðari árum hefur hann gefið sig allan að þeim. Þessum braut- ryðjanda og fræðimanni sendum vér hér með innilegar þakkir og árn- aðarkveðjur. VINNAN og verkalýOurinn 215
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.