Fjarðarfréttir - 04.07.2024, Qupperneq 8
8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2024
Eldsnemma sl. sunnudagsmorgunn
voru 82 spenntir krakkar úr FH mættir
á bílastæðið í Kaplakrika.
Þetta voru krakkar úr handknatt
leiksdeild félagsins sem voru að fara til
keppni á alþjóða handboltamótinu
Partille Cup í Gautaborg.
Voru þau í 4. og 5. flokki félagsins,
bæði drengir og stúlkur en alls sendir
FH níu lið til keppni. Alls taka 43
íslensk lið þátt í keppninni. Meðal
þeirra eru tvö lið stúlkna úr Haukum.
U16 landslið kvenna keppir fyrir
hönd Íslands í sérstökum landsliðsriðli
og þar á FH einn fulltrúa, Dagnýju
Þorgilsdóttur og Haukar þrjá, þær Ebbu
Gurrý Ægisdóttur, Hafdísi Helgu
Pétursdóttur og Roksana Jaros.
Aðeins Svíþjóð, Danmörk og
Noregur senda fleiri lið til keppni, 600
sænsk lið keppa, 184 norsk og 190
dönsk en alls senda 38 lönd lið til
keppni og eru keppendur alls 1.306
talsins og leika 4.492 leiki.
Að sögn fulltrúa FH verður að teljast
að strákarnir í 5. flokki séu líklegir til
afreka enda unnu þeir Norden Cup í vetur
með glæsibrag ásamt því að vera Íslands
meistarar í sínum flokki. En markmið
flestra er þó að hafa gaman að og njóta.
Áttatíu og tvö fóru á Partille Cup
38 þjóðir keppa á mótinu og FH sendir 9 lið til keppni
Ungu handboltakrakkarnir úr FH spenntir þegar lagt var af stað á hið risa stóra Partille Cup handboltamótið
Lj
ós
m
.:
Ó
m
ar
S
næ
va
r F
rið
rik
ss
on
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum
17. júní sl. sæmdi forseti Íslands 16
Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu, þar af tveimur Hafnfirðingum.
Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri
og sagnfræðingur, fékk riddarakross fyr ir
rannsóknir, miðlun og varðveislu menn
ingar tengda íslenskum þjóð búningum.
Guðrún Hildur rekur fyrir tækið Ann ríki,
búningar og skart, ásamt eigin manni
sínum og hefur haldið fjöl mörg námskeið
í gerð íslenskra þjóð búninga.
Daginn sem hún fékk fálkaorðuna
stóð yfir sýning á hluta að safnkosti
hennar í Apótekinu í Hafnarborg en
margir undruðust fráveru Hildar þegar
fólk í þjóðbúningum safnaðist saman
fyrir utan Hafnarborg til myndatöku.
Það skýrðist svo síðar að Hildur
þurfti að bregða sér til Bessastaða í
miðju annríki sínu.
Jóna Dóra Karlsdóttir, stofn andi og
fyrrverandi formaður Nýrrar dögunar,
riddarakross fyrir frum kvöðulsstarf til
stuðnings syrgjendum og fyrir að stuðla
að opinni umræðu um sorg og sorgar
viðbrögð. Jóna Dóra er fv. bæjarfulltrúi
í Hafnarfirði.
Fengu Fálkaorðuna
Guðrún Hildur og Jóna Dóra fengu fálkaorðuna
Guðrún Hildur Rosinkjær í glæsilegum íslenskum þjóðbúningi.
Jóna Dóra Karlsdóttir ásamt forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni.
Lj
ós
m
.:
Fo
rs
et
ae
m
bæ
tti
ð
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
v/Kaldárselsveg
555 6455 - 894 1268
www.grodrarstod.is
Tré og
runnar
í garðinn þinn
Daði til Eininga verksmiðjunnar
Daði Hafþórsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri
hjá Eininga verksmiðjunni ehf. á Koparhellu. Tók hann við
starfinu af Guðbjörgu Sæunni Friðriksdóttur sem hefur
verið ráðin framkvæmdastjóri hjá Set ehf. á Selfossi.
Daði, sem er Hafnfirðingur frá Siglu firði, kemur frá Orku
náttúrunnar þar sem hann hefur síðustu ár verið forstöðu
maður virkjanareksturs. Þar áður var hann framkvæmdastjóri
framleiðslusvið Fóð ur blöndunnar. Hann er með B.Sc. gráðu
í vöru stjórnun frá Tækniháskólanum og Black Belt próf á
vegum RTA í Lean – Six Sigma verkefnastjórnun. Hann innleiddi einmitt þá aðferða
fræði þegar hann vann hjá Rio Tinto Alcan. Maki Daða er Hanna María Bjarnadóttir.