Goðasteinn - 01.09.1988, Blaðsíða 55
eyjum, að þéringar hafi verið sr. Þorsteini svo samgrónar að eitt
sinn er hundurinn Sámur hljóp i kindahóp þá kallaði klerkur: „Svei
yður, Sámur!”
Þá er Þorsteinn var hættur prestskap lét hann auglýsa í skilarétt,
að hann bæði sveitunga sína að hætta að þéra sig.
Þáttarhöfundur hefur verið 5—6 ára þegar nafn séra Þorsteins
festist í minni hans. Svo bar til að sást til ferða manns koma ríðandi
vestan Balana, skammt fyrir sunnan kotið okkar, vísast ekki ein-
hesta. Guðni bóndi sagði, að líkast til færi þar presturinn, hann séra
Þorsteinn. Ég varð óttasleginn, prestur mundi varla vera venjulegur
maður. Kannski hafði ég hlerað að prestar létu óþæga stráka stafa.
Þar vissi ég mig ekki öruggan á svellinu. Þetta orð, prestur, fannst
mér dularfult og ógnvekjandi. Ég læddist inn í hlóðareldhúsið og
i taðstálið innar af því, þar sem eldiviðurinn var geymdur. Þar var
skuggalegt og grápöddur á veggjum.
Nú leið drjúglöng stund, þá heyri ég kallað: Hvar er drengurinn?
Ég skreiddist úr fylgsni mínu með hálfum huga. Hvar er presturinn?
Hann reið áfram austur á bæi. Ég tók gleði mína.
Árið sem sr. Þorsteinn sagði af sér prestsskap, 1919, fluttu
foreldrar mínir að Úlfsstöðum. Þaðan var tæplega klukkustundar
gangur að Krossi. Um þremur árum síðar kom ég í baðstofuna á
Lundi, var þá í prófum. Barnaskólapróf fóru fram í þinghúsinu á
Krossi.
Sigurður Norland var þá sóknarprestur í Landeyjaþingum, sem
nú heitir öðru nafni, að ástæðulausu. Gamli presturinn okkar sat
á rúmi í baðstofu, því fremsta austanmegin, þar sem hann sat
jafnan. Ég man enn þennan virðulega öldung, alvörugefinn og góð-
mannlegan.
Ég hafði orðið þess vísari að sr. Þorsteinn átti íslendingasögur
allar. Einhverju sinni þegar faðir minn fór til kirkju, bað ég hann
að spyrja sr. Þorstein, hvort hann vildi svo vel gjöra að ljá þessar
þá eftirsóttu bækur, heim að Úlfsstöðum. Mér fannst reyndar til svo
mikils mælst, að allt eins mætti búast við að slíkri beiðni yrði
synjað. Þeir fáu sem áttu bækur í sveitinni voru sumir bókasárir
sem von var. Nú hófst eftirvæntingarfull bið.
Um dimmumótin kom Guðni bóndi heim frá kirkjunni og ekki
Goðasteinn
53