Goðasteinn - 01.09.1988, Blaðsíða 65
Ef þið hafið farið Fjallabaksleið syðri og lagt upp úr Skaftár-
tungu þá minnist þið þess, að þegar komið er yfir Hólmsá og vestur
um Álftaversafrétt, sem er gamallt hraun gróið mosa og öðrum
háfjallagróðri, þá er komið að jökulá, sem Stórilækur heitir og
rennur til norðurs úr Mýrdalsjökli og í Brennivínskvísl austan við
strýtumyndað fell, sem kallast Mælifell. Þessi vötn falla norður í
vatnasvæðin sunnanundir háu felli, sem heitir Meyjarstrútur, þar
hafa á fyrri öldum efalaust verið stöðuvötn og eru þau norðaustur
af leið þeirri sem Flosi hefur farið þegar hann reið til brennunnar
á Bergþórshvoli, má því með réttu segja að hann hafi riðið fyrir
vestan vötnin. Afrennsli þessara vatna er í Hólmsá. Ég tel alveg víst
að þar séu þau Fiskivötn sem um getur í Njálu.
Á undanförnum árum og öldum hefur Stórilækur og Brennivins-
kvísl borið aur og sand norður í þessi vötn, auk þess er Katla þar
á næsta leiti og hefur hún lagt þar drjúgan skerf til, að fylla upp
þann dal, sem vötnin hafa verið. í þriðja lagi er Mælifellssandur,
sandurinn, sem þeir Flosi riðu austan á suð-vestur af vötnunum og
hafa útsynningsveðrin ekið austur af honum og Strútsöldum
ómældum sandi um aldaraðir og má því segja að náttúruöflin hafi
þar öll lagst á eitt að fylla upp þessi stóru vötn.
Já, þeir riðu austan á sandinn þ.e. Mælifellssand og höfðu Eyja-
fjallajökul á vinstri hönd. Er það ekki Rangæingur, sem hér segir
frá? Þeir tala fremur um Eyjafjallajökul en Mýrdalsjökul, en látum
það liggja milli hluta.
Áfram ríða þeir efalaust suð-vestur Emstrur og Almenninga og
svo ofan í Þórsmörk og er varla um aðra leið að ræða en yfir
Markarfljót norður úr Húsadal, svo yfir Þórólfsá á Nautavaði,
norðanundir Þórólfsfelli, annars staðar er hún ekki fær, og síðan
beint út svokölluð Hraun á Þríhyrningshálsa.
Ef hér er rétt til getið um Fiskivötn er allt, sem Njáluhöfundur
segir um þessa leið, sem Flosi fór til brennunnar, svo rétt sem verða
má. Enda er það augljóst, ef að er gáð að hafi þeir Flosi farið til
Veiðivatna svo sem sumir hafa haldið fram, væri varla hægt að
segja að þeir hafi haft Eyjafjallajökul á vinstri hönd því mörg
önnur fjöll væru þá fremur til viðmiðunar. Hér ber því allt að sama
brunni, það er, Fiskivötn eru á sínum stað sunnan við Meyjarstrút
Goðasteinn
63