Goðasteinn - 01.09.1988, Blaðsíða 196
hann sinnti af sama trúnaði alla tíð í 40 ár. Og afskaplega víða lagði
hann sinn huga og sína hönd að í félagsmálum.
Hann var einn af stofnendum Slysavarnardeildarinnar Bróður-
höndin í þessari sveit og var gjaldkeri deildarinnar í yfir 40 ár. Og
öll árin gerði deildin full skil til Slysavarnarfélags íslands á réttum
tíma. Það var alla tíð eins og metnaðarmál Ólafs að nær allir
Vestur-Eyfellingar væru í deildinni og þannig varð Bróðurhöndin
fyrir hans tilstilli til vitnisburðar hjá Slysavarnarfélaginu um góða
slysavarnadeild, sem gerði alltaf rétt skil og væri ætíð reiðbúin að
rétta fram sína hönd til hjálpar.
Já, höndin hans Ólafs var sannarlega þar. Ólafur var gerður að
heiðursfélaga S.í. Með líkum hætti vann Ólafur að öðrum félags-
og menningarmálum í sinni sveit og sýslu og lagði sig alls staðar
allan fram, vilja sinn og trúnað, hvort sem það var í þágu
kirkjunnar sem sóknarnefndarmaður, formaður kirkjukórsins eða
safnaðarfulltrúi, í stjórn Búnaðarfélags, aðalfulltrúi á mjólkurbús-
fundi, á sláturfélagsfundi eða í skólanefnd Skógaskóla frá upphafi,
í stjórn Kaupfélags Rangæinga og um árabil formaður, og í enn
fleiri trúnaðarstörfum. Hann var markavörður og gaf út Markaskrá
Rangæinga tvisvar, var það ærið verkefni sem reyndi á nákvæmni,
trúnað og þrautseigju, verkefni sem Ólafur næstum naut að takast
á við. Þannig var félagsmálamaðurinn Ólafur Sveinsson í Stóru-
Mörk.
Ólafur var ungur að árum þegar hann fór fyrst á vertíð, en hann
fór á 12 vertíðir, einkum til Vestmannaeyja, beitti fyrri hluta
vertíðarinnar en réri á net seinni hlutann. í annan tíma var Ólafur
við búskap heima með foreldrum sínum og systkinum, eða við
smiðar, en hann var smiður góður. 1930 dó faðir hans og bjó þá
móðir hans með börnum sínum að Stóru-Mörk, sem heima voru.
1939 giftist Ólafur, Guðrúnu Auðunsdóttur frá Dalsseli og tóku
þau við búinu 1940 með Eymundi bróður Ólafs.
Þau hjón voru alla tíð samhent í búskap, gestrisni og því sem þau
tóku fyrir. Þau eignuðust eina dóttur, Áslaugu, en einnig mörg
sumarbörn, sem þau báru mikla hlýju og umhyggju fyrir. Árin liðu,
Áslaug dóttir þeirra giftist og stofnaði sitt heimili í Reykjavík. 1983
kom dóttursonur þeirra, Ólafur, til þeirra og bjó með þeim í tvö ár.
194
Goðasteinn