Goðasteinn - 01.09.1988, Blaðsíða 194
Auðbjörg María Auðunsdóttir
Efra-Hól, V-Eyjafjallahreppi
f. 22.12 1915 d. 07.08 1986
Auðbjörg María Auðunsdóttir fæddist 22. deember 1915, en hún
var yngsta dóttir Auðuns Auðunssonar frá Núpi og Þorbjargar
Einarsdóttur frá Stóru-Mörk. Þau giftust aldamótaárið og hófu þá
sinn búskap í Efri-Hól, þar sem börnin þeirra 11 fæddust. María var
yngst í þessum stóra systkinahópi, uppáhald foreldra sinna og syst-
kina og ætið svo glöð og létt á fótinn. Hún var snemma ör og fljót
til huga sem handa og lærði til verka af foreldrum sínum og eldri
systkinum. Gleði hennar var mest þegar henni ver treyst fyrir við-
fangsefnum sem þurfti að vinna heima. Og á kvöldin var svo glatt
á hjalla í baðstofunni, hvort sem það var í leik eða við iðju og gleðin
var einnig ríkjandi í bæn foreldra, við húslestra hjá föður eða þegar
móðir þeirra kenndi þeim öll bænaversin.
Þegar María var tólf ára varð hún fyrir alvarlegu slysi, sem háði
henni alla ævi. Hún viðbeinsbrotnaði og varð fyrir heyrnarskaða.
í einu vetfangi breyttist margt, sem enginn getur í raun lýst nema
sjálfur reyni. Heimilið að Efra-Hól varð hennar lífsvettvangur, þar
gekk hún að sinu dagsverki alla ævi, vann innan og utan dyra og
lét aldrei verk úr hendi falla. Hennar lífshlutverk varð þjónusta við
foreldra sína, systkini, frændfólk og vini. Hún var þar sannarlega
öll, sagði sína meiningu, hafði ákveðna skoðun á öllum hlutum, las
mikið og var víða vel heima og vildi taka þátt í félagsstörfum í sveit-
inni sinni, bæði innan kvenfélagsins og ungmennafélagsins. Henni
mislíkaði ef hún fann að henni var hlíft í verkum vegna hennar
aðstæðna, sem voru afleiðingar slyssins, sem hún varð fyrir og
reyndar var það um svo mörg verk að engin var duglegri eða fljót-
virkari en hún, Prjónarnir eins og sungu í höndum hennar og hrífan
söng i teignum.
Hún tók þátt í sorg foreldra sinna og systkina þegar bróðir
hennar drukknaði 1942 og það var hún sem hjúkraði móðir sinni
síðustu árin hennar og öll árin 7 sem hún lá rúmliggjandi og það
var hún sem varð húsmóðir á Efra-Hóli, bjó með bræðrum sínum
192
Goðasteinn