Goðasteinn - 01.09.1988, Blaðsíða 59
sólin í þann bæinn,” og er hægt að hugsa sér lélegri ljósabúnað en
þetta? Við þann kostinn hefur þó íslenska þjóðin orðið að lifa í nær
þúsund ár.
Það er óhjákvæmilegt annað en svona ljóskostur, eða réttara
sagt, ljósskortur, hafi hlotið að marka spor, djúp spor, í hugsunar-
hátt þjóðarinnar og mér þykir ekki ósennilegt að einmitt drauga-
trúin og trúin á aðrar myrkraverur er fyllt hafa hugi þjóðarinnar á
ýmsum tímum meira og minna eigi einmitt rót sína að rekja til þessa
ástands og þegar vér athugum aðalstarf íslensku þjóðarinnar fyrr
á tímum, hin fegurstu afrek anda hennar, sagnritunina, þá virðist
sem sjálft þetta verkefni sé til orðið af sömu rót, ljósskortinum, af
því söguhöfundarnir hafi helst séð birtuna í fögrum endurminning-
um hins liðna tima en enga framundan. En, Guði sé lof, svo kom
þó tíminn að ástandið breyttist fyrir rúmum 50 árum, með nýju
ljósefni og nýjum ljósáhöldum, mætti nefna það steinoliutímabilið
sem þá byrjaði.
Ef til vill hefur þó sumum þá þótt breytingin erfiðleikum bundin
í fyrstu, sem önnur verkefni, t.d. þóttu lamparnir dýrari en koluljós-
in og ljósmaturinn sömuleiðis. En þráin og þörfin fyrir meira og
betra ljós sigraði brátt og grútarlamparnir duttu úr sögunni.
Afíur nú virðist rofa til fyrir nýju ljóstímabili hér hjá oss, og á
ég þar við rafljósin góðu, framleidd með vatnsafli.
Það hljómaði fyrst í eyrum okkar sem einhver töfragaldur að
vatnið íslenska og fjöllin okkar, gróðurlaus og ber, en þó tiguleg og
há, eða þetta sem við einu nafni köllum vatnsaflið, hefði máttinn
til þess að veita nokkurs konar ljóshafi út yfir landið og hefði þar
að auki mörgum sinnum meiri mátt til þess að sjóða í okkur matinn
og hita húsin þegar kalt er í veðri. Og þó er þetta svo, vatnsaflið
getur þetta, þegar því er breytt í annan ham, sem heitir rafmagn eða
raforka.
Þetta undrafyrirbrigði, er ég áður nefndi svo, er þegar farið að
rætast, eða orðið til virkilegheita víðsvegar í kringum oss og rætist
væntanlega innan tíðar einnig hjá oss, ef vér kunnum með að fara.
Ég á við að þetta mundi rætast ef 80 til 100 býli í Fljótshlíð, Hvol-
hrepp og á Rangárvöllum vildu bindast samtökum um að virkja til
rafveitu álitlegasta fossinn til þeirra hluta og næstan oss, sem er
Goðasteinn
57