Goðasteinn - 01.09.2008, Page 172
Goðasteinn 2008
Bitru í Flóa skoðaði hrútana eftir að þeir komu austur. Skömmu síðar kom upp
kláði í Bitru. Bóndinn hefur líklega borið smitið heim í fé sitt. Nokkru eftir að
hrútamir höfðu verið fluttir austur kom upp fjárkláði í Miðdal. Frá þessum bæjum
virðist kláðinn hafa borist mjög hratt út um sveitir vestan lands og sunnan. Undir
haust 1856 hafði kláðans orðið vart allt firá Borgarfirði og austur að Þjórsá.
Baráttan gegn íjárkláðanum stóð í eina og hálfa öld og skipti mönnum í fylk-
ingar sem deildu harkalega um aðferðir við baráttuna, hvort beita ætti lækningum
eða fjárskiptum eins og gert var í fjárkláðanum fyrri með þeim árangri að pestin
varð upprætt. Um skeið var báðum aðferðum beitt en lækningamenn urðu ofan á
að lokum. Þá tóku við deilur um hvaða lyf væri best að nota, tóbaksbað, kreolín-
bað, kreosót, karbólsýmbað, steinolía, arseniklyf, Walzbað með stæku kúahlandi
og tjöru og síðar kom svo coopers-baðlyf, gammatox-baðlyf o.fl.
Jón Sigurðsson forseti blandaðist inn í deilumar. Ffann vildi beita lækningum. I
skugga deilnanna dafnaði fjárkláðamaurinn bærilega. Böðunin hélt sníkjudýrunum
(fjárkláðamaur, fótakláðamaur, færilús og fellilús) í skeljum en þegar þeim hafði
nærri verið eytt, byrjaði tregða við framkvæmdinni. Menn töldu hana óþarfa. Þá
magnaðist kláðinn á ný og ný skorpa var tekin í baráttunni við kláðann. Þetta
endurtók sig sífellt fram á síðustu ár. Reynt var í fyrstu að hefta samgang fjár milli
svæða og þar með útbreiðslu fjárkláðans með því að banna verslun með fé og
flutninga yfir náttúrulegar hindranir eins og stórfljót og öræfí. Settar voru upp
vamir milli landshluta til að hindra samgöngur hins sýkta og heilbrigða fjár og
varúðarreglur svo að kláðamaur flyttist ekki með ferðamönnum og vamingi
þeirra. Fyrirskipað var að þvo kaupafólk, fatnað þess og farangur og dýr sem
komu úr Suðuramtinu. Nota skyldi heitt hland, blandað matarsalti. Lýsing á
einstökum atvikum eru nokkuð skrautlegar:
Kerling ein kom vestan yfir Blöndu að Æsustöðum í Langadal. Var hún leidd
inn undir loft og afskrýdd þar, lepparnir þvældir og henni kembt, hafði hún
borist illa af með það því hiin hafði ekki verið vön því og hár hennar
allflókið. Síðan var henni sleppt í hálfvotum leppunum að sögn hálfkjökr-
andi.
Aður en kláðinn barst norður í land ákváðu Norðlendingar að setja menn á vörð
og mynda lifandi varnarlínu frá Hrútafjarðarbotni til Langjökuls, aðra milli
Langjökuls og Hofsjökuls og þá þriðju milli Arnarfells og Tungnafellsjökuls.
Einnig var settur vörður við Hvítá í Borgarfírði. Voru 80 manns á verði þegar flest
var. Veikin stöðvaðist við Þjórsá en barst austur yfir hana með fé sem flutt var í
óleyfi austur í Landeyjar. Sá maður sem það gerði fékk viðurnefnið Kláða-Hreinn
fyrir vikið. Hreinn Guðlaugsson á Sperðli var manntaks- og kempukarl og menn
erfðu þessa óhlýðni hans ekki lengi þótt svona færi en veikin breiddist út og austur
170