Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 5

Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 5
Smásaga * ★ + * Ég elska þigl - ’V ir ðiixg'a.rf37-llst Getið þið hugsað ykkur nokkuð andstyggilegra en að hafa kven- mann fyrir skrifstofustjóra í fyrir- tæki, þar sem ég sit allan guðs- langan daginn frá níu til fimm — óbreytlur skrifstofuþræll — og hjakka á ritvél, endalaust mánuð eftir mánuð? Ég á við, þegar hlutað- eigandi skrifstofustjóri býr yfir það miklum gáfum, fegurð og yndis- þokka, að á því sviði er hún alger- lega einráð. Ég efast ekki um, að nú getið þið gert ykkur í hugarlund ástandið hjá okkur, vesalings skrif- ötofumúsunum hjá Poulsen-fyrir- tækinu. Það var alveg nákvæmlega sama, hve mikið við lögðum okkur fram við að fá permanent-liðina í hárinu til þess að bylgjast tælandi, eða hversu rándýr ilmvötn við keyptum af rýrum mánaðarlaunum — alltaf skyldi skrifstofustjórinn skyggja á okkur. Þau fáu skifti, sem einhver karlvera skaut upp kollinum, urð- Stjörnur um við að engu, jafnskjótt og hann rak glyrnurnar í ungfrú Gustring. Ég var ekki búin að vera nema mánuð á skrifstofunni, þegar ég hafði gefið upp alla von um að næla mér í aðdáanda, hvort heldur væri innan eða utan skrifstofunnar. Þið vitið nú, hvernig dagurinn fer alltaf fyrir manni. Þarna hættir maður klukkan fimm, hangir síðan heim í stroffu í sporvagninum, gleypir í sig blómkálshöfuð og tvær pylsur, ef maður lætur sér þá ékki nægja kaffi og smurða sneið. Að þessari máltíð lokinni lekur maður dauðuppgefin niður á dívaninn með einhverja skruddu. Það er nú eitt- hvað annað en maður nenni að fara út. Hef blátt áfram ekki krafta til þess. Auk þess hef ég alltaf held- ur hallazt að forlagatrú. Sé mein- ingin sú, að maður eigi að giftast, nú, þá kemur það allt á sínum tíma, hvort heldur maður hamast við það eða ekki. 3

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.