Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 8

Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 8
„Að sjálfsögSu, hefuT þig lengi rennt grun í tilfinningar mínar. Svona nokkru er allsendis ómögu- legt a‘ð leyna til lengdar. Mér þœtti ekki ótrúlegt, þótt augu mín og bros, roðinn í kinnum mínum, öll framkoma mín hafi tjáð þér, hversu heitt ég elska þig.“ Svona hélt ég lengi áfram í svip- uðum dúr, og ég hafði næstum lok- ið við bréfið, þegar síminn hringdi. Ég lauk í snarkasti við bréfið með einu hátíðlegu: Virðingarfyllst, tók blaðið úr vélinni og lagði það til hliðar. Ég átti langt samtal við viðskipta- vin, sem var hæstóánægður útaf sendingu, og á meðan kom sendill- inn með heilmikinn blaðabunka, sem hann lagði á borðið mitt. Loksins tók samtalið enda. Ég gerði áhlaup á bréfabunkann og hamaðist í sveita andlits míns við: „/ tilefni af heiðruðu bréfi yðar. .. Klukkan var kortér gengin í fimm, þegar ég var búin að ganga frá þessu öllu saman og gat faríð með það inn til ungfrú Gusting, sem þurfti að undirrita öll bréfin. Hún var önnum kafin og gerði sér ekki það ómak að líta yfir þau, heldur undirskrifaði þau í flýti hvert á fætur öðru. Ég stóð og beið þangað til hún hafði lokið verkinu og ýtti bréfunum yfir til mín. „Þér megið senda þau öll söm- un,“ sagði hún. 6 Ég tók bréfin aftur og fór með þau til ungfrú Nielsen, sem sér um Utanáskriftina. En þegar ég kom aftur að skrifborðinu mínu, lágu þar þrjú bréf, sem ég átti að hreinrita. Ég settist við ritvélina og lauk ekki verkinu fyrr en klukkan var fimm mínútur yfir fimm. Ég tók sporvagninn heim, þreytt og illa fyrir kölluö, eins og venju- lega. Ójá, nú átti ég langt kvöld og einmanalegt fyrir höndum. Ég stökk út úr sporvagninum og inn til slátr- arans, þar sem ég kevpti þrjár mid- dagspylsur. Síðan ranglaði ég heim og gaf mig einverunni á vald. Það var fyrst, þegar ég lá og bylti mér á alla kanta til þess að geta sofnað, að skelfingin greip mig. Ég fann blóðið frjósa í æðum mínum. Bréfið til Otto Barholt! Brenn- heita ástarbréfið, þar sem ég hafði hellt úr skálum ástar minnar. Hvað hafði orðið af því? Ég var alveg sannfærð um það, að ég hafði ekki rifið það? Lá það ennþá á skrifborðinu mínu — eða? Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar, að það væri hin mesta skreytni, þegar ég heyrði aðra segja frá því, að þeir hefðu legið andvaka heilu næturnar. Ég veit betur núna. Þessar fullyrðingar eiga sér fylli- lega stað í raunveruleikanum. Ég lá í rúminu mínu og sá, þegar lýsti af degi. Vekjaraklukkan glumdi. Ég fór Stjörnur

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.