Stjörnur - 01.07.1953, Side 15
r
V
Sögu amerískrar kvikmyndafram-
leiðslu má kalla endalausa röð von-
brigða og velgengni, sem skiptast á
með furðulega stuttu millibili. Má
minna á velgengnisárin upp úr 1913
og 1920, sem leiddu til „kreppunn-
ar“ 1925, upphaf útvarpsnoktunar
almennings kringum 1930, er Holly-
wood lagði niður laupana um
stundarsakir, en varð til þess, að
slíkt blómaskeið rann upp yfir kvik-
myndirnar, að Myrna Loy er sögð
hafa vafið minkapelsinum sínum
utan um ræturnar á kræklóttum
ferskj urunna napra vetrarnótt.
Upp úr því kemur kreppa, sem
litmyndirnar verða til að ráða bót
á. Styrjaldarárin græðir Hollywood
á tá og fingri. En stríðinu lýkur.
Utanlandsmarkaðurinn lokast. Dóm-
stólarnir skilja að kvíkmyndafram-
leiðendurna og kvikmyndahúsa-
hringina. Framleiðslan fær engan
vissan markað.
Sjónvarpið virtist ætla að verða
rothöggið á kvikmyndirnar. Áhorf-
endum kvikmyndahúsanna fækkaði
um rúmlega 40 milljónir á viku, og
um skeið lokuðu að meðaltali 3
kvikmyndahús á dag.
Það er samt einkennilegt, að í-
burðarmestu kvikmyndirnar, svo sem
Quo Vadis? og Glœsilegasta fjöl-
leikasýningin (The Greatest Show
On Earth) gáfu meiri gróða en áð-
ur hafði þekkzt. Þetta mátti heita
stórfurðulegt á þeim tímum, er
sjónvarpið þrengdi svo mjög kost
kvikmyndahúsanna. Um hinar mynd-
irnar, þær, sem kostuðu varla eina
milljón dollara, er það að segja, að
tír kvikmyndinni
„KYRTILLINN“.
Stjörnur
13