Stjörnur - 01.07.1953, Page 16

Stjörnur - 01.07.1953, Page 16
þær stóSu naumast undir'kostnað- inum. Föstu kvikmyndahúsagestirn- irhöfðu snúið sér að sjónvarpinu. Á síðasta ári heppnaðist stærstu kvik- myndafyrirtækjunum með herkjum að skila tekjuafgangi, og kostur þeirra var afar þröngur, þar sem þau sátu uppi með urmul leikara sem ekkert var hægt að nota við tökur þeirra fáu kvikmynda, sem svaraði kostnaði að taka. Á hitt má hinsvegar benda, að fyrirtækin hafa á þrem undan- förnum árum fækkað starfsliði sínu um allt að 2/3, svo sem hjá 20th Century Fox. Metro minnk- aði framleiðsluna um helming. Bev- erly-hæðirnar líktust engu meir en yfirgefinni mauraþúfu. Hedy La- marr setti hvert tangur og tötur sitt undir uppboðshamarinn í júní 1951. Margar frægustu stjörnurnar fóru í atvinnuleit til Evrópu — Clark Gable, Eroll Flynn, Lana Turner, Ava Gardner, Gregory Peck — grein í skattalöggjöfinni mælir svo fyrir, að sá fær engan skatt, sem er erlendis 17 mánuði af 18. Van Johnson, Betty Hutton og Dorothy Lamour fóru í revíurnar. Rosalind Russell og Bette Davis reyndu fyrir sér hjá leikhúsunum. Til sjónvarpsins fóru Lucille Ball, Ann Southern, Eve Arden og Ge- orge Raft. Af'þessu má sjá, að ástandið var 14 engan veginn gott, þegar fram- leiðslunni bárust á sömu vikunni tveir nndra-„elixírar“, sem á auga- bragði virtust ráða bót á öllum meinum. Þeir nefndust Cinerama og Þrifíja víddin. Áhrif Cinerama á áhorfenda- skara á Broadway, er það var fyrst notað, urðu brátt áfram stórkostleg. Áhorfendur kröfðust meira af þessu tagi. Áður en framleiðendurnir gætu náð sér eftir undrunina og ákveðið nokkuð frekar um framleiðsluna, gerðu forlögin í liki áhugaljós- myndara nokkurs, Hilton Ganz- burg að nafni, strik í reikninginn. Þessum manni ásamt bróður sínum og þriðja manni tókst að fullgera það, sem þeir kölluðu „eðlileg sýning“ árið 1951. Þeir sendu þá strax sýnishorn til kvikmyndafélag- anna. Fox, Columbia og Paramount neituðu. Metro „týndi“ eintakinu. Kaupsýslumaður nokkur, Arch Oboler, rakst á þá Ganzburgbræð- ur, þar sem þeir voru í öngum sín- um, og kostaði töku myndar með þeirra aðferð. Þessi mynd, Bwana Devil,“ má vera, að sé einhver þýð- ingarmesta kvikmynd sem tekin hefur verið síðan „Jazzsöngvarinn“ árið 1927. Ekki er efninu svosem fyrir að fara, sem er afskipti tveggja ljóna af járnbrautarlagningu í Af- ríku. En það hafði ekkert að segja. Myndin vakti ákafan fögnuð frum- Stjörnur

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.