Stjörnur - 01.07.1953, Page 17
sýningargesta í Los Angelos í nóv-
ember s.l. Bwana Devil bjó yfir því,
sem þurfti. ÞriSja víddin hafði rutt
sér til rúms. Á fyrstu sýningarvik-
unni sló myndin öll met hússins, og
í tveim kvikmyndahúsum varð ágóð-
in af henni alls 95,000 dollarar. I
Chicago sló hún öll fvrri met.
Þetta hreif. 011 kvikmyndafélögin
fóru á stúfana. Paramount fleygði
12 daga vinnu af mvndinni Sang-
aree með Fernando Lamas í aðal-
hlutverkinu og taka myndarinnar
hafin í eðlilegum litum og þriðju
vídd.
Universal hóf samstundis undir-
búning töku myndar, sem þótti vel
hæfa þessu nýja umhverfi, It Came
From Outer Space. Fox tilkynnti
töku þriggja mynda í þriðju vídd,
Metro tveggja.
Warner Bros réðu Ganzburg til
sín til þess að drífa upp gamla
hrollvekju um" morð í vaxmynda-
safni, House of Wax. Hugðust
Warner Bros verða fyrstir stóru
kvikmyndafélaganna að koma með
þriðju-víddar-mynd eins og félagið
varð fyrst til að framleiða talmynd.
En þrem dögum áður en þessi mynd
var tilbúin, sendi Columbia frá sér
einkennilega samsetningu, nefnda
Man In the Dark, og rubbað var upp
á 11 dögum, tekin á tvær mynda-
vélar.
Bwana Devil sló öll met, þar sem
hann var sýndur, sem Man In the
SHIRLBY BOOTH
hefur lilotið marffvísleffa viðurkenningfu
fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Come
Back, Bittle Sheba.“ Hún hlaut Oscar-
verðlaunin 1952 Oíf nú síðast viðurkenn-
in«u á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Dark bætti talsvert, þegar hann
kom til sögunnar. House Of Wax
virðist hinsvegar ætla að verða eitt-
hvert almesta fjárgróðafyrirtæki
allra tíma.
Allar byltingar skapa nýja bylt-
ingu. í janúar kunngjörði svo Fox
yfirráð sín yfir CinemaScope-inum.
Cinerema hafði næstum gleymzt í
öllum látunum útaf þriðju víddinni.
Stjörnur
15