Stjörnur - 01.07.1953, Síða 28

Stjörnur - 01.07.1953, Síða 28
furðulegu fyrirbrigða í skemmtana- lífinu, óþekkt stúlka, sem brýtur sér leið inn í glæsta heima forsíðufyr- irsagnanna á svipstundu. Það er engin smáræðisupphæð, sem „Come-On-A-My-House“ færði Columbia-plötufélaginu, og innilega hlýleg meðferð hennar á laginu „Tenderly“ olli því, að aðdáendur léttrar tónlistar tóku að safna öllum plötum hennar. í þessum aðdáendahópi voru for- ráðamenn Paramount-'kvikmyndafé- lagsins, sem reyndu Rosemary, og fengu henni síðan smáhlutverk í kvikmyndinni „The Stars Are Sing- ing“. En eftir því, sem verkinu mið- aði áfram, kom æ betur í ljós, að Rosemary var ekki einungis fædd næturgali — persótiuleiki hennar var slíkur, að skotið var á skyndi- ráðstefnu, og þar ákveðið, að meiri rækt skyldi lögð við myndina, og hlutverk Rosemary stækkað til muna. Nú þekkir hún alls ekki nóturn- ar, en þegar hún er búin að læra lagið, syngur hún það eins eðlilega og ástúðlega og henni er unnt, og þessi tilgerðarlausa túlkun hennar dregur að henni áheyrendur. Rosemary var elzt þriggja systk- ina, yngri voru Betty og Nicky. öll byrjuðu þau að syngja, áður en þau kunnu að hnoða moldarkökur. Við skilnað foreldra þeirra, tók afi þeirra (í föðurætt) þær systur til sín. Hann var lögfræðingur að' starfi, og hafði frá öndverðu ákveð- ið, að Rosemary skyldi einnig verða lögfræðingur. Hjá honum dvöldu stúlkurnar í bezta yfirlæti. Rosemary var níu ára, þegar afi þeirra dó. Fluttust þær systur þá til ömmu sinnar (í móðurætt), en til hennar hafði Nicky farið, er heim- ilið tvístraðist. Amma .þeirra var mesti dugnaðarforkur, heimilið var stórt, og krökkunum lærðist fljótt, að vinnan gefur lífinu aukið gildi. Þegar Rosemary var sautján ára og Betty fjórtán, hófu þær Cloon- ey-systur söngferil sinn. Fyrst sungu þær um skeið í útvarp í Cincinnati, en ári síðar, er hljómsveitarstjóinn Tony Pastor var í leit að söngvara, rakst hann á þær systur, og réði þær báðar þegar í stað til sín. í þrjú ár ferðuðust þær með Tony Pastor um Bandaríkin þver og endi- löng, á hverjum stað aðeins tjaldað til einnar nætur og hrifning áheyr- enda æ meiri. Meðan á þessum flækingi stóð, höfðu umboðsmenn Rosemary samn- ingsbundið hana við Columbia- plötufélagið. En þar sem plötu- söngvarar verða að færa sér í nyt staðbundna hrifningu, sem plötur þeirra vekja á vissum stöðum, og vera ætíð tilbúnir að ferðast þang- að, gerði Rosemary sér ljóst, að Stjörnur 26

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.