Stjörnur - 01.07.1953, Page 29
félagsskap þeirra systranna varð að
slíta. Betty var þetta ekki síður
Ijóst, og til þess að koma í veg fyr-
ir sáran viðskilnað, ákvað hún að
taka til sinna ráða. Kvöld nokkurt
sagðist hún vera orðin þreytt og
vera að fara heim.
Tveim klukkustundum síðar var
hún farin. Rosemary komst samt
hálfum mánuði seinna að því, að
Betty var aftur tekin til starfa —
hún kom 15 sinnum á viku fram í
sjónvarpi.
Tillitsemi Betty við systur sína,
verður seint metin að verðlei'kum,
en Rosemary hefur sýnt henni þakk-
læti sitt, svo sem unnt verður. _Hvar
svo sem Betty er niðurkomin, bregzt
það aldrei, að Rosemary hringi
ekki a.m.k. einu sinni á viku til
hennar.
Stjörnur
27