Stjörnur - 01.07.1953, Síða 35

Stjörnur - 01.07.1953, Síða 35
* fl B PLOTUR Þennan fyrsta þátt ætlum við aS helga þeim ný.jum islenzkum plötum, sem komn- ar eru út á vegum ÍSLENZKKA TÓNA. Nýjustu plöturnar frá íslenzkum tón- um er „Réttarsamban“, sungin af Soffíu Karlsdóttur með aðstoð Tigulkvartetts- tns og kvintett Jan Morávek. Þessi hljómplata er leikin á mjög ný- stárlegan hátt. og bregður jafnvel fyrir kafla úr rímnalögum Jón L/eifs, sem virð- ist engan veginn eiga illa við á þessurn stað. Hinum megin á plötunni eru svo „Bílsv- vísurnar" við hið vinsæla ameríska lag Blacksmith Blues, sungnar og leiknar af fjöri og smekkvísí. Sigurðnr Ólafsson hefur sungið inn á tvær hljómplötur ásamt Bjarna Böðvars- syni og hljómsveit hans. Lögin eru: „Litli Vin“, „Hvað varstu að gera í nótt?“, „Meíra fjör“ og „Komdu, þjónn, með kjarna ölið,“ Báðtur plöturnar eru til valdar fyrir þá, sem yndi hafa af gömlu dönsunum. Öll eru lögin gamlir kunningjar út- varpshlustenda úr hinum vinsælu þáttum Bjarna Böðvarssonar, „Gamlar minning- ar“. Ein nýjasta hljómplatan er „Svörtu augun“ og „Af rauðum vörum,“ bæðl lögin sungin af Guðrúnu A. Simonar, undirleik annast hljómsveit Bjama Böðv- arssonar. Norrænir tónlistarmenn, sem heyrt hafa þessa plötu ljúka á hana miklu loísorði, og hafa mörg hljómplötufélög á Norður- löndum sótzt eftir að fá hana. Er því lík- legt, að hún verði gefin út á Norður- löndum a.m.k.. á næstunni. Guðrúnu Á. Símonar er óþarft að kynna. Hún er ein bezt menntaða íslenzka söng- konan, söng m.a. aðal-hlutverkið í óper- unni „Leðurblakan" s.l. vetur. Hún dvel- ur nú við frekara nám í ítalíu. Sigfús Halldórsson er áreiðanlega eitt vinsælasta tónskáld okkar. Allir syngja lögin hans. „Játning," „.Litla Flugan“, „Tondeleyo" og „Við Vatnsmýrina" eru á allra vörum. Sigfús hefur sungið átta lög sín inn á plötur fyrir Islenzka tóna á sinn skemmti- Sigfús Halidórsson. Stjörnur 33

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.