Stjörnur - 01.07.1953, Síða 36
Alfreð Clausen.
lega og fágaða hátt. Sjálfur leikur hann
undir á píanó.
Alfreð Clausen er nú einn vinsælastl
dægurlagasöngvari okkar. Hann hefur
sungið inn á tvær plötur fyrir íslenzka
tóna. Á annari er ,,Æskuminning“ hinn
afarvinsæli tango Ásgeirs Péturssonar og
,,Manstu gamla daga“, eftir Alfreð sjálf-
an. Á hinni plötunni er ,,Sesam, Sesam,
opnist þú“ og ,,Gling gló, klukkan sló.“
Svavar Lúrusson hefur sunglð inn á
fjórar hljómplötur og eru þrjár til enn.
,,Sólskinið sindrar" með hinu gamal-
kunna ..Fiskimannaljóð frá Capri“ hins-
vegar. ,,f Mílanó“ og ,,Út við hljóm-
skála“ eru saman á plötu, og síðast en
ekki sízt ,,Cara Cara, Bella, Bella“ með
,,On the Morningside Of The Mountain“
hinsvegar. Síðastnefnda platan seldist
upp og er nýkomin aftur.
Plötur Svavars hafa verið leiknar mik-
ið í noska og sænska útvarpið og vHreða-
vatnsvalsinn", sunginn af Svavari, var um
skeið eitt mest leikna lagið í óskalaga-
tíma norsku sjómannanna.
Vinsœlustu
amerísku
plöturnar
Samkvæmt nýjustu fregnum eru þessi
lög þau vinsælustu í Ameríku:
i
Song from Moulin Rouge, lag, úr kvik-
myndinni Moulin Rouge, sem farið hefur
sigurför um Bandaríkin upp á síðkastið.
I Believe, þekktast sungið af Frankie
Laine.
April In Portugal, vinsælast sungið af
Vic Damone, en einnig til í ágætri út-
setningu leikið af Le Roy Holmes.
Doggie In the Window, sungið af Pattie
Page.
Pretend, raulað af Nat King Cole.
Ruby, lag úr kvikmyndinni ,, Ruby
Gentry“ (Aðalhlutv. Jennifer Jones.) Lag-
ið er til á plötum með hljómsveitum Vict-
or Young og Les Brown.
Have Yoo Heard? sungið af Joni James.
Seven Lonely Days sungið af Georgia
Gibbs.
Tell Me You’re Mine, sungið af The
Gaylords.
Downhearted sungið af Eddie Fisher.
The Ho Ho Song sungið af hinum
bráðskemmtilega gamanleikara Ped Butt-
ons.
Þessi ellefu lög mega heita ,,á toppn-
um“, en á hæla þeirra koma lög eins og:
I’m W'alking Behind You, sem til er
sungið af Vic Damone og Eddie Fisher.
Almost Always og Gomen Neusie, lag-
lð sem amerískur hermaður í Japan
samdi, gaf kunningja sínum, sem samdl
texta við það, seldi það síðan japönsku
hljómplötufélagi, með því skilyrði, að
allur ágóði af sölu plötunnar rynni til
munaðar leysingjaheimilisins.
34
Stjörnur