Stjörnur - 01.07.1953, Síða 39

Stjörnur - 01.07.1953, Síða 39
þau líka það, sem mestu máli skiptir, ákaflega hentug. Bob hefur sérstakt lag á að leyna smáatriðunum í byggingunni, þannig að það beri ekkert á þeim, en þau komi að gagni, þegar til þeirra þarf að grípa. Ýmsum kynni að finnast það einkennilegt, að hún skuli vera svona seint á heimleið. Klukkan er tvö að nóttu. Og Bob, maðurinn hennar, að heiman. En málið er nú ekki svo alvarlegt. Chris hafði bara verið heima hjá Paulu, sem hélt kvöldið hátíðlegt í tilefni af nýfengnum skilnaði sínum. Þarna hafði verið saman kominn mikill fjöldi fólks, og Paula hafði sjálf í málskrúðugri ræðu hyllt lögfræðinginn sinn, ungan mann, sem þegar hafði aflað sér mikils álits, Larry Hannaford. Annars var Paula skyld henni, svo að skyldleikans vegna var hún eiginlega til neydd að fara. Að vísu sagði Bob henni, að honum geðj- aðist síður en svo að því, að hún færi þetta. Hún hafði hringt til hans um kvöldið áður en hún fór, en hann hafði fallizt á það strax, og hún minnti hann á skyldleikana. Kvöldið hafði verið heldur leiðinlegt. Chris átti svo erfitt með að taka þátt í gleðskapnum. Henni fannst hann eitthvað svo kjánalegur. Og ræðan, sem Paula hélt. Hún hafði lofað endurfengið frelsi hástöfum, og básúnað það út, að hún væri hamingjusamasta manneskja undir sólinni. Og allt þetta átti hún ein- göngu lögfræðingnum sínum, Larry Hannaford, að þakka. Og svo leiðindaatvikið með Roger, sem skyndilega ranglaði inn undir miðri ræðunni. Roger var m,aðurinn, sem hún var að skilja við. Hann hafði drukkið talsvert og var þó nokkuð ölvaður. Hefði Chris ekki skorizt í leikinn og komið honum út með hjálp Larry, er ekki að vita, hvað hefði gerzt. Hneyksli, hvað sem öðru líður. Um það var ekki gott að segja. Chris botnaði ekki vitund í öllum þessum fáranlegu skilnaðarmál- um, sem gengu þessa dagana eins og farsótt yfir borgina. Það mátti næstum segja, að það væri í tízku, að hjón skildu jafnóðum og þau voru gift. Hún hafði talið mínúturnar þangað til henni fannst tilhlýðilegt að halda heim. Hún sagðist þurfa að flýta sér heim til þess að sofna andartak, áður en hún þyrfti út á völlinn til þess að taka á móti Bob. Hann hafði að vísu sagt, að hún skyldi ekkert vera að hafa STJÖRNUR 37

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.