Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 40

Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 40
fyrir því, en hún hafði gletzt við hann og sagt, að það myndi hún eannarlega gera, þó ekki væri nema bara til þess að menn fengju tækifæri til þess, að segja, að hann stjórnaði henni með harðri hendi. Hvað henni fannst dásamlegt, að hann skyldi vera að koma heim aftur. Hún var búin að reyna það nógu lengi að vera án hans. Meðan á stríðinu stóð — í tvö, löng ár •— hafði hann verið að heiman frá henni. Það var hræðilegt. En, hversvegna vera að brjóta heilann um þá andstyggilegu daga. Miklu heldur, að eftir fáeinar klukkustundir yrði hann aftur hjá henni. Eftir fáeinar -klukkustundir myndi hún aftur finna sterka arma hans umlykja sig, hvíla höfuðið við barm hans, finna heitan koss hans á vörum sínum. Þetta var næstum því of dásamlegt til þess að geta verið satt. Hún vefur loðfeldinum þéttar um sig, því að þótt nóttin sé hlý, er samkvæmiskjóllinn hennar þunnur, og hún verður að vera varkár, svo að hún kvefist ekki. Hún greikkar ósjálfrátt sporið. Hún verður að flýta sér eins og hún getur upp í rúm og reyna að sofa eitthvað, svo að hún líti ekki út fyrir að vera ósofin og syfjuð, þegar hún tekur á móti Bob. Það má ekki koma fyrir. Hún verður að leggja sig alla fram um að ver,a eins falleg og frekast er kostur, hans vegna, elsku, yndislega Bob. Skyndilega finnst henni eins og einhver sé að baki hennar. Ósjálfrátt stígur hún eins hljóðlega til jarðar og henni er mögu- legt til þess að get heyrt betur. * Jú, hún hafði rétt fyrir sér. Það var einhver bak við hana. En hver? Hún flýtir sér að setja lykilinn í skrána. Það smellur í skránni. Hún hrindir hurðinni upp á gátt og í sama- vetfangi finnur hún, að hönd er lögð yfir munn hennar. Sterkir armar hrinda henni inn í forstofuna. Tryllingslegt skelfingaróp hennar rýfur næturkyrrðina. 38 Stjörnur

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.