Stjörnur - 01.07.1953, Side 41

Stjörnur - 01.07.1953, Side 41
2. kctfli. Hrœðileg aðkoma heima. Sólin var að koma upp og geislar hennar slóu gullnum roða yfir yndislegt landið. Stór flugvél renndi þýtt og tígulegt upp að grasblettinum, þar sem stiginn upp í hana beið. En áður en stiginn var kominn að flugvélar- dyrunum, var þeim hrundið upp og út um þær kom maður á hend- ingskasti. Honum lá bersýnilega all-'mikið á, því að hann tók á rás í áttina til hliðsins til þess að taka við miðanum sínum. Að því loknu tók hann að skima allt í kringum sig, eins og hann væri að leita að einhverjum. Fyrst í stað hafði andlit hans ljómað af innilegu og glaðlegu brosi, sem dofnaði smám saman og hvarf að lokum, en í þess stað lýsti and- litið greiniiegum vonbrigðum. Þegar hann var kominn á móts við flugvélaafgreiðsluna bað hann um leigubifreið. Nú lýsti andlit hans ekki lengur vonbrigðum yfir því að hafa ekki hitt þann, sem hann leitaði. Það var nánast reiði- legt. En í þann mund, er hann steig inn í bifreiðina, var ekki um að villast, það var angist, sem lýsti úr svip hans. Hann skipaði bifreiðastjóranum að aka eins hratt og framast mátti, og hefur vafalaust vitundin um ríflega drykkjupeninga, sem ætíð fylgdu skipun af þessu tagi, haft sín góðu áhrif á hann, því að hann Ieysti verk sitt af hendi með heiðri og sóma. Leiðin heim tók því ekki ýkja langan tíma. Morgunninn var sérkennilega fagur. Fallegt húsahverfið hafði víst aldrei litið eins dásamlega út og í dag. En Bob veitti allri þessari dásemd ekki minnstu eftirtekt. Hann var óttasleginn. Hann gerði sér ekki grein fyrir því, vegna hvers. Hann vissi það eitt, að eitthvað var að, eitthvað varðandi hann, eða Chris. En hvað það var, hafði hann ekki minnstu hugmynd um. Hann hafði seðilinn til þess að borga bifreiðina með, tilbúinn. Stjörnur 39

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.