Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 42

Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 42
Hann beið ekki eftir að fá til baka, þótt seðillinn gilti helmingi meira en bifreiðastjórinn hafði krafizt. Hann næstum hljóp upp steinhellurnar að aðaldyrunum. Ur bif- reiðinni hafði hann veitt eftirtekt hóp manna ulan við dyrnar. Honum varð það strax ljóst, að þetta voru blaðamenn. Guð minn góður. Hvað átti allt þetta að þýða? Einn blaðamannanna kom á móti honum, og spurði, hvort hann vissi nokkuð um það, sem gerzt hefði. Bob anzaði honum ekki, en opnaði dyrnar og gekk inn í forstof- una. Þar stóð hin trygga þjónustustúlka, Agnes. „Hvað er hér um að vera?“ spurði hann. „Er nokkuð að konunni minni? Hvar er hún?“ Gamla konan snökti og starði óttaslegnilm augum á hann. „Frúin er uppi á lofti . . . .“ sagði djúp karlmannsrödd rétt í þeim svifum. „Það er ekkert að henni.“ Bob sneri sér við og kom auga á hávaxinn, dökkhærðan mann, sem stóð og horfði á hann rólegu en stingandi augnaráði, eins og hann væri að brjóta heilann um, hvort Bob lægi á einhverjum vissum leyndardómum, sem honum væri ekkert á móti skapi að komast eftir. Þessi maður var leynilögreglumaðurinn, Reynolds lautinant. Hon- um var óþarfi að kynna sig. Bob bar þegar í stað kennsl á hann eftir ótal myndum, sem höfðu birzt af honum í ýmsum tímaritum og blöðum. „Þekkið þér hann?“ Reynolds hafði tekið ábreiðuna ofan af líki af karlmanni, sem lá á gólfinu í setustofunni. En Bob þekkti ekki þann látna. Honum fannst ískaldan straum leggja niður eftir bakinu. Hann var dauðhræddur. ARt þetta var honum hulin ráðgáta. „Það lítur helzt út fyrir, að konan yðar hafi myrt hann,“ heyrði hann leynilögreglumanninn segja, eins og úr fjarska. Chris drepið mann? Chris morðingi? -Hvaða vitleysa! 40 Stjörnur

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.