Stjörnur - 01.07.1953, Page 44

Stjörnur - 01.07.1953, Page 44
ið kom hiklaust, án minnstu umhugsunar, að hamingjusamara hjóna- bands væri langt að leita. Samlíf þeirra hefði alltaf verið ákaflega hamingjusamt. Þau væru stöðugt jafn ástfangin hvort í öðru. Sem sagt, ákjósanlegra hjónaband væri erfitt að ímynda sér. „Auk þess býst ég við, að þér getið innan stundar sjálfir haft tal af frú Hunter,“ lauk Larry frásögn sinni brosandi og gekk aftur upp til Chris og Bob. Hann komst ekki hjá að veita því eftirtekt, hversu óþolinmóður lögregluforinginn var eftir að fá að yfirheyra frú Hunter. „Getur það ekki beðið,“ spurði Bob óþolinmóður, þegar Larry spurði Chris, hvort hún héldi, að hún treysti sér til þess að tala vicH lögregluna. Larry leit á vin sinn með vingjarnlegu brosi og sagði síðan: „Þeir hafa beðið góða stund nú þegar, Bob. Þú mátt ekki gleyma því, að maður hefur verið sviftur lífinu.“ „Já, en hún var áreiðanlega í sínum fulla rétti til þess að gera það,“ sagði Bob. ■ „Það er einmitt það, sem þeir vilja fá að vita.“ Það fór ekki hjá því, að velvild Larrys og ró, hefðu sín áhrif, ekki síður á Chris en á Bob. Larry bjó yfir þeim sérkennilega hæfileika að hafa vald á öðrum, fá þá til þess að hafa stjórn á skapi sínu, svo að þeir gátu rólega hugsað málin, þannig að það veittist þeim auð- veldara að ráða fram úr þeim. Chris var hagrætt í mjúkum hægindastól. Reynolds settist fyrir framan hana. Bob og Larry tóku sér stöðu sinn við hvora hlið henn- ar eins og þeir vildu vernda hana. „Mér þykir fyrir því að þurfa að ónáða yður, frú Hunter,“ hóf Reynolds máls. „En því miður neyðist ég til þess vegna málsins. Maður verður að gæta vinnu sinnar. Þetta vona ég, að þér gerið yðutf Ijóst. Ég skal ekki spyrja yður margra spurninga. Segið mér nú frá því, sem gerðist frá þeirri stundu, er þér komuð heim í gærkvöldi. (framhald). 42 Stjörnur

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.