Stjörnur - 01.07.1953, Side 46

Stjörnur - 01.07.1953, Side 46
kinnar, háls — og á meðan er hug- urinn yíðs fjarri. Hann er niður- sokkinn í samtal, sem hann er í þann veginn að eiga við yfirmann sinn, en hún er að brjóta heilann um, hvort kjúklingasteikin frammi í ísskápnum sé nógu mikil handa tveim — svo að hún geti boðið hon- um til hádegisverðar. í þöglu myndunum, þeim allra- fyrstu, voru alls engin kossa-atriði. Þessar myndir voru eingöngu has- ar-grínmyndir, sem gengu út á það eitt að sýna, hvað hver persóna gat kastað mörgum rjómatertum í haus- inn á hinum á mettíma. En svo koKi örstutt rómantísk mynd árið 1896, sem endaði með innilegum kossi elskendanna. Myndin sjálf hafði svosem ekkert til að bera, en áhorf- endurnir streymdu að til þess að sjá hana. Það var þessum kossi að þakka, að myndin varð geysi-vin- sæl. Leiksviðs- kossar fara flestir fyr- ir ofan garð og neðan hjá áhorfend- um. Á kvikmynd er hinsvegar hægt — með því að taka myndina nógu nálægt leikurunum — að gera koss- inn svo innilegan og eðlilegan, að áhorfandinn er fyrr en varir farinn að ímynda sér sig í sporum annars- hvors leikarans. Þetta hafa áreiðanlega flestir kvikmyndahúsgestir fundið, og því er nú það, að kossinn er eitthvert veigamesta atriðið í myndinni. Það gefur að skilja, að kvikmynda- kossinn hefur tekið geysilegum breytingum frá fyrstu dögum sín- urn, bæði hvað aðferð og hátt snertir. Á fyrstu dögum þöglu myndanna var kossinn sannarlega hjákátleg at- höfn. Honum mátti einna helzt líkja við ofsalega skyndiárás, sem fór fram á þann hátt, að karlhetjan hrifsaði kvenhetjuna til sín og rak henni rembingskoss með ofsahraða, svo að glumdi í. Að þessu „hetju“- verki loknu þeyttist hann frá henni líkt og hann hefði orðið fyrir raf- losti. Það kom aðeins örsjaldan fyr- ir, að kossinn væri sýndur nálægt, og enn sjaldnar birtist þar sú til- finningaástríða, sem við eigum að venjast. Þátttaka Bandaríkjanna í heim- styrjöldinni fyrri olli byltingu í gerð kvikmynda, sérílagi hvað kossa- og ástar-atriði snertir. Á þvi tímabili sendu kvikmyndafélögin frá sér langa runu ástarkvikmynda, sem þeir, sem sáu, minnast í dag í gullnu skini ævintýrsins. Þá var það, að þeír Antonio Mloreno, Rudolph Valentino og John Barrymore, að maður ekki gleymi John Gilbert, birtust á sýn- ingartjaldinu. Fágun sinni náði kvikmynda- kossinn með John Gilbert og Greta Garbo í hlutverkum elskendanna á dýrðardögum þöglu myndanna. Þá Stjörnur 44

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.