Stjörnur - 01.07.1953, Page 47

Stjörnur - 01.07.1953, Page 47
tóku menn nefnilega upp á því að halla kvikmyndatökuvélinni á ýms- fln hátt, meðan á kossinum stóð, svo að maður hafði það stundum á til- finningunni, að Gilbert hengi í krók neðan úr loftinu meðan hann var að kyssa Gretu. Þegar talmyndirnar komu til sög- unnar, varð einnig eftirtektarverð breyting á kossa-atriðunum. Þöglu myndirnar höfðu lagt mest upp úr því að sýna hið frumlega í hinum blíðu faðmlögum, en talmyndirnar gerðu leikurunum fært að lýsa því, hvaða áhrif kossinn hefði á þá. Með þessu urðu faðmlögin sífellt ástríðufyllri, og svo kom þar að, að kvikmyndaeftirlitið ameríska, sem löngum hafði litið þessa tegund list- tjáningar á sýningartjaldinu horn- auga, gaf út fyrirmæli, sem fvlgja varð út í æsar, ef myndin átti ekki að dæmast ósiðleg og verða bönn- uð. Megin-áherzla var á það lögð, að myndin væri siðleg. Kossa-atriðin máttu ekki vera of löng, kossarnir máttu ekki lýsa neinni ástríðu, til dæmis mátti kvenhetjan ekki tyllsi sér á tá, meðan á kossinum stóð. Eitt sérstakt kossa-atriði, varð þyrnir í augum eftirlitsins. Það atr- iði var í myndinni Einn gegn cll- um (To Have Or Not To Have, eft- ir sögu Hemingway’s), en í henni léku aðalhlutverkin Laureen Bacall og Humphrey Bogart. Þetta atriði var á þann hátt, að fyrst kysstust þau aðeins lauslega, og hin megn- asta fyrirlitning speglaðist í and- liti Laureen, þegar hún smaug úr faðmi hans. En eftir að hafa hring- sólað nokkrum sinnum kringum Humphrey, hverfur hún aftur til hans, og eftir margra sekúndna langan koss, dregur hún sig frá hon- um og segir. „Já, þetta var miklu betra núna, þegar þú hjálpaðir til sjálfur.“ Þessi athugasemd leiddi til þess, að eftirlitið lagði ríkt á við kvik- myndafélögin, að kossarnir yrðu að vera algerlega „saklausir.“ STJÖRNUR 45

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.