Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 55
53
þurfti að flytja því vistir. Ég hafði það hlutverk að fara með eftirmiðdagskaffi
og „með´í“ til engjafólksins. Kaffið var í flöskum sem hafðar voru í sokkum
svo að það héldist heitt, og því og brauðinu var komið fyrir í þar tilsniðnum
strigaskjóðum með tveimur vösum þannig að hvor lenti sinn hvorum meg-
in hestbaksins. Með þetta farteski reið ég Sleipni á engjarnar með vistirnar.
Ábyrgðarstarf sem mér líkaði vel, 8 ára guttanum.
Heyskapurinn var aðalverkefni sumarsins. Verkefni dagsins fór eftir hvern-
ig viðraði. Runólfur skoðaði himininn og skýjafar til að ráða í útlitið og skipaði
til verka. Hann þótti veðurglöggur. Svo voru vitaskuld rútínuverkin. Á minni
könnu var að reka kýrnar í hagann að morgni og sækja þær að kveldi. Mér var
líka falið að moka flórinn. Það var undrunarefni hvað beljurnar gátu skitið.
Fjósin voru tvö, flórinn steinsteyptur og sléttur í báðum en seinasti spölurinn
út úr fjósinu var lagður náttúrlegum hellum úr umhverfinu. Það var leiðinlegt
að moka flórinn og verst að skrapa af hellunum. Mesta furða hvað mörgum
kúnna varð einmitt mál á þessum síðasta spöl út úr fjósinu. Stundum var ég
settur í önnur verkefni, þegar ekki var unnið að heyskap, skrapa upp arfa úr
kálgarðinum, rétta nagla eða vinna að vegabótum með Runólfi eða sinna smá-
erindum, sækja hross í haga eða vera meðreiðarmaður þegar kýr voru leiddar
til bola á næsta bæ. Því fylgdi ekki bara að fylgjast með athöfninni spenntum
augum, heldur líka að fá að hitta bóndann á bænum, annan föðurbróður minn,
Þorstein og fá að sjá hvernig einn systkinabróðirinn, Baldur Óskarsson, síðar
skáld, tók sig út, en hann virti mig víst ekki tali þá.
Margt var býsna frumstætt. Salernið var kamar úti í kálgarði nokkurn spöl
frá bænum. Rafmagnsleysið þjáði mig ekki. Það var olíulampi, stór og fal-
legur í einni stofunni sem kveikt var á þegar byrjaði að rökkva á kvöldin og
minni lampar annars staðar. Þetta var fyrir mér ekkert tiltökumál. Í sumarhúsi
fjölskyldu minnar í Hveragerði var líka útikamar og ekkert rafmagn og kola-
eldavél. Þetta var bara normalt. Þegar ég kom næst nefnilega 1950 hafði ým-
islegt breyst. Það var komið rafmagn og traktor, Ferguson, sem leysti hest-
ana af hólmi að hluta til og síðar í vaxandi mæli. Öll sumrin var svonefndur
sveitasími, þar sem allmargir bæir (áskrifendur ! ) voru með eina sameiginlega
símalínu og þekktu hver annan af formi hringingar, stutt, löng, ein eða tvær
hringingar; framkölluð með sveif á hringingarsíma.
Eitt af verkefnum okkar Runólfs voru vegabætur. Fyrsta sumarið lá heim-
reiðin utan garðs upp bratta brekku meðfram bæjargilinu. Leiðin var ekki
bara brött heldur líka hál því að enginn var ofaníburðurinn og moldin varð að
drullu. Seinasti partur leiðarinnar var reyndar enn verri að því er undirlagið
varðaði, bara drullusvað. Þegar ég kom 1950 var búið að leggja nýja heimreið
Goðasteinn 2016