Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 56
54
yfir þurrara land gegnum túnið, en ofaníburður var af skornum skammti. Það
var þá, milli sauðburðar og heyanna, sem við Runólfur fórum í vegabæturnar.
Gráni eða stundum Blakkur var spenntur fyrir vagn og haldið niður í Jóhann-
esargil. Þar mátti pjakka möl úr móbergsstáli. Þetta var hinn besti ofaníburður.
Kerran var fyllt svona mátulega og upp slóða að nýju heimreiðinni var klárinn
teymdur og mölinni komið í veginn. Þetta urðu margar ferðir. Árinu seinna
var tekið til við að bæta hlaðið ofan húsanna, sem verið hafði forarvilpa. Þar
vorum við saman aftur í verkefninu, Runólfur og léttadrengurinn. Nú var það
nýfenginn vörubíll eins sona Runólfs sem kom með hlöss af sandi. Úr þeim
þurfti að jafna, en síðan var lagt þar ofan á lag eða stétt úr náttúrlegum hellum
úr umhverfinu og svo aftur gott sandlag þar á ofan. Þetta heppnaðist vel, drúgt
verk fyrir Runólf farinn að reskjast og stráksa.
Það var margt annað sem var lærdómsríkt þessi þrjú sumur, sem ég var
þarna í sveit. Til eldunar voru ekki bara kol og koks. Það var mór og skán.
Gamlar búsbjargir enn við lýði. Mór er tilskornir kekkir úr gömlum mýrarjarð-
vegi, sem var fullur af rótum, greinum og jafnvel viðarstubbum, frá löngu
liðnum tíma. Þeirra var aflað í mógröfum, sem voru djúpar gryfjur fullar af
vatni og varasamar fólki og fé að því er mér sýndist. Skánin var afrakstur
vetrardvalar sauðfjárins í húsi. Þar tróðust saman skíturinn úr fénu, einhverj-
ar heyleifar og ullartæjur af reyfunum og þjöppuðust vel. Þetta mátti skera í
köggla eða ferhyrndar skífur og þurrka. Snyrtileg stæða af þessu tagi, staflað
af list, svona vel á annan metra á hæð líklega um tólf fermetrar að grunnfleti,
stóð vestan við heimreiðina að Vesturbænum samkvæmt því sem ég minnist.
Þetta var þurrkstæða vel varin ofankomu.
Fjárhúsin á Berustöðum voru aðeins að hluta venjulegar byggingar, stór
hluti fjárins var í hellum, sem sumir rekja allt til papanna, sem sagðir voru hér
á landi á undan landnámsmönnum. Hellarnir voru höggnir í móbergið. Fyrrum
var hluti hellanna jafnframt hlaða og var heyböggunum velt niður um op í gras-
sverðinum yfir hellinum og féllu þeir þá um fjóra metra niður á hellisgólf. Til
sögunnar heyrir að faðir minn smábarn lenti niður um opið með böggunum, en
uppgötvaðist og bjargaðist á síðustu stundu, grafinn úr heyinu og vart hugað líf
í fyrstu og var rúmliggjandi um nokkurt skeið.
Einn morguninn var uppi ys og þys. Nú átti að fara að smala. Hestunum
var safnað í réttina við túngarðinn, lagt á þá og úthlutað til allra sem vettlingi
gátu valdið. Ég var auðvitað á Sleipni, en reið berbakt eins og vanalega. Svo
var okkur skipt niður á svæði og byrjuðu sumir eins og ég fjærst, nefnilega
upp við þjóðveg. Smölunin var skemmtileg og svo tók við rúning. Þetta var
ævintýri. Einhver lömb sem áður höfðu sloppið voru mörkuð með því að skera
Goðasteinn 2016