Goðasteinn - 01.09.2016, Page 56

Goðasteinn - 01.09.2016, Page 56
54 yfir þurrara land gegnum túnið, en ofaníburður var af skornum skammti. Það var þá, milli sauðburðar og heyanna, sem við Runólfur fórum í vegabæturnar. Gráni eða stundum Blakkur var spenntur fyrir vagn og haldið niður í Jóhann- esargil. Þar mátti pjakka möl úr móbergsstáli. Þetta var hinn besti ofaníburður. Kerran var fyllt svona mátulega og upp slóða að nýju heimreiðinni var klárinn teymdur og mölinni komið í veginn. Þetta urðu margar ferðir. Árinu seinna var tekið til við að bæta hlaðið ofan húsanna, sem verið hafði forarvilpa. Þar vorum við saman aftur í verkefninu, Runólfur og léttadrengurinn. Nú var það nýfenginn vörubíll eins sona Runólfs sem kom með hlöss af sandi. Úr þeim þurfti að jafna, en síðan var lagt þar ofan á lag eða stétt úr náttúrlegum hellum úr umhverfinu og svo aftur gott sandlag þar á ofan. Þetta heppnaðist vel, drúgt verk fyrir Runólf farinn að reskjast og stráksa. Það var margt annað sem var lærdómsríkt þessi þrjú sumur, sem ég var þarna í sveit. Til eldunar voru ekki bara kol og koks. Það var mór og skán. Gamlar búsbjargir enn við lýði. Mór er tilskornir kekkir úr gömlum mýrarjarð- vegi, sem var fullur af rótum, greinum og jafnvel viðarstubbum, frá löngu liðnum tíma. Þeirra var aflað í mógröfum, sem voru djúpar gryfjur fullar af vatni og varasamar fólki og fé að því er mér sýndist. Skánin var afrakstur vetrardvalar sauðfjárins í húsi. Þar tróðust saman skíturinn úr fénu, einhverj- ar heyleifar og ullartæjur af reyfunum og þjöppuðust vel. Þetta mátti skera í köggla eða ferhyrndar skífur og þurrka. Snyrtileg stæða af þessu tagi, staflað af list, svona vel á annan metra á hæð líklega um tólf fermetrar að grunnfleti, stóð vestan við heimreiðina að Vesturbænum samkvæmt því sem ég minnist. Þetta var þurrkstæða vel varin ofankomu. Fjárhúsin á Berustöðum voru aðeins að hluta venjulegar byggingar, stór hluti fjárins var í hellum, sem sumir rekja allt til papanna, sem sagðir voru hér á landi á undan landnámsmönnum. Hellarnir voru höggnir í móbergið. Fyrrum var hluti hellanna jafnframt hlaða og var heyböggunum velt niður um op í gras- sverðinum yfir hellinum og féllu þeir þá um fjóra metra niður á hellisgólf. Til sögunnar heyrir að faðir minn smábarn lenti niður um opið með böggunum, en uppgötvaðist og bjargaðist á síðustu stundu, grafinn úr heyinu og vart hugað líf í fyrstu og var rúmliggjandi um nokkurt skeið. Einn morguninn var uppi ys og þys. Nú átti að fara að smala. Hestunum var safnað í réttina við túngarðinn, lagt á þá og úthlutað til allra sem vettlingi gátu valdið. Ég var auðvitað á Sleipni, en reið berbakt eins og vanalega. Svo var okkur skipt niður á svæði og byrjuðu sumir eins og ég fjærst, nefnilega upp við þjóðveg. Smölunin var skemmtileg og svo tók við rúning. Þetta var ævintýri. Einhver lömb sem áður höfðu sloppið voru mörkuð með því að skera Goðasteinn 2016
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.