Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 178
176
Goðasteinn 2016
Á unglingsárum og eftir hefðbundna barnafræðslu hélt hún suður og stund-
aði nám hjá nunnunum í Hafnarfirði. Hjá þeim menntaðist hún vel, lærði ensku
og dönsku sem hún náði góðum tökum á, og þar lærði hún einnig snið- og
fatasaum en það var kunnátta sem átti eftir að nýtast henni vel á lífsleiðinni,
en allur saumaskapur lék í höndum hennar og hún sneið og saumaði allt á fjöl-
skylduna, bæði kjóla, kápur og jakkaföt. Fatasaumur var hennar áhugamál,
hvert plagg svo vandað að hvergi sá hnökra á.
Eiginmaður hennar og lífsförunautur er Ársæll Teitsson byggingameistari
frá Eyvindartungu í Laugardal f. 25. janúar 1930. Þau gengu í hjónaband 23.
ágúst 1958, og eignuðust þau 4 börn og eru 3 þeirra á lífi, elst er - Kristín
Ágústa f. 1. mars 1956, eiginmaður hennar er Tryggvi Rúnar Pálsson og þau
eiga Guðrún Elsu og Emil Ársæl sem er látinn.
Sigurjón f. 24. janúar 1959, kona hans er Guðrún Þóra Garðarsdóttir. Sig-
urjón á soninn Ásgeir og sonur Guðrúnar er Þórarinn Víkingur.
Í maí 1963 eignuðust þau Óskina sína, andvana fædda stúlku en rúmu ári
seinna fæddist yngsta dóttir þeirra, Sigríður f. 29. júlí 1964, maður hennar er
Þórarinn Arngrímsson og þau eiga þrjú börn Báru Lind, Arnar Ársæl og Pétur
Þór.
Þau hjón hófu búskap á Víðvöllum 3 á Selfossi í húsinu sem Ársæll byggði
þeim og þar bjuggu þau alla tíð, eða þar til að þau fluttust að Lundi á Hellu
sumarið 2013. Þau hjón voru ævinlega mjög samrýmd og studdu hvort annað
til hinstu stundar.
Guðrún helgaði sig heimilinu og uppeldi barna sinna og var góð móðir. Hún
naut hlutverksins og lagði allt sitt í það og hún var þakklát fyrir þá miklu gæfu
að hafa eignast góð börn, tengdabörn og barnabörn.
Hún var sannkölluð kjölfesta í lífi fjölskyldunnar. Væntumþykja hennar var
takmarkalaus og alltumvefjandi. Þegar börnin síðan uxu úr grasi fór hún að
vinna úti, lengst af við saumaskap og í þvottahúsi sjúkrahússins á Selfossi.
Hún var gestrisin og móttökur hjartanlegar og heimilishlýja umvafði hvern
þann er heimsótti þau hjón og þegar gesti bar að garði þá var borðið hlaðið
veitingum.
Guðrún var mjög listræn og hafði yndi af tónlist. Á sínum yngri árum fékk
hún tilsögn í orgelleik m.a. fyrir sunnan og lék á píanó og orgel og söng í kór-
um lengst af í Samkór Selfoss.
Hún var heilsteypt, góð og kærleiksrík, traust og stóð eins og klettur með
fólkinu sínu. Hún vildi ekki láta hafa fyrir sér, en vildi allt fyrir aðra gera.
Hún hafði mörgu að miðla börnunum sínum meðan þau voru að stíga fyrstu
skrefin, og sá fararbeini hefur orðið þeim æði drjúgur. Óþreytandi að styðja