Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 137
135
Goðasteinn 2016
Íþrótta- og æskulýðsmál
Íþróttir af öllum gerðum eru stundaðar af kappi enda aðstaða til iðkunar
þeirra góð og fjölbreytt í sveitarfélaginu. Ungmennafélögin eru fjögur – Hekla,
Framtíðin, Garpur og Merkihvoll – og leika lykihlutverk í þessum efnum en
félög og klúbbar um einstakar íþróttagreinar eru auðvitað sterkur grunnur.
Golfvöllurinn á Strönd er sá völlur sem jafnan er langfyrstur til á vorin
hérlendis. Þar var enda í ár haldið fyrsta mót ársins á Eimskipsmótaröðinni
2016, Egils-Gullmótið þann 20-22 maí. Heimamaðurinn Andri Már Óskarsson
hafnaði þar í 4 sæti en Andri Már átti afar gott ár og var m.a. klúbbmeistari hjá
GHR og hafnaði í 5. sæti á Íslandsmótinu á Akureyri.
Umf. Hekla er með fjölbreytta og geysilega öfluga starfsemi á sínum snær-
um. Félagsmenn eru um 530 en mjög mikið samstarf er auðvitað við skólana
hvað varðar æfingar og annað slíkt. Auk boltaíþrótta er geysilega mikið líf í
kringum m.a. fimleika, frjálsar íþróttir, borðtennis, taekwondoo, blak auk þess
sem æfingar í skák og bridge eru sóttar af kappi. Þá sá félagið um framkvæmd
á kvennahlaupi ÍSÍ á Hellu og var þátttaka góð, tæplega 100 konur. Einnig sá
félagið um framkvæmd á námskeiðinu „Verndum þau“ í samstarfi við UMFÍ
og námskeið í Ólympískum lyftingum fór fram í maí og voru þar 12 þátt-
takendur. Helsta fjáröflun félagsins eru lottótekjur, félagsgjöld, dósasafnanir
og sala á áburði, einnig eru leigð út bingóspjöld. Keyptar voru nýjar dýnur
og áhöld til fimleikaiðkunar í íþróttahúsið, keyptir voru körfuboltar og frjáls-
íþróttaáhöld. Félagið fékk styrki á árinu frá íþróttasjóði Ríkisins og Verkefna-
sjóði UMFÍ. Nýir félagsbúningar í samstarfi við Dímon voru seldir árinu og
var mikil sala í þeim.
Mikil stemmning myndaðist síðasta vor þegar sundlaugin á Hellu tók þátt í
hreyfiviku UMFÍ. Eftir frábæra keppni náði Rangárþing ytra að verja titilinn
frá því í fyrra. Samanlagt syntu íbúar á Hellu 487m á hvern íbúa eða sam-
anlagt 401 km sem er viðbótar árangur um 89 km á milli ára. Mikil stemning
og samhugur ríkti hjá íbúum í aðdraganda keppninnar sem og á meðan á henni
stóð. Forstöðumaður íþróttamannvirkja, Þórhallur J. Svavarsson var fremstur
í flokki að hvetja sitt fólk áfram og lét ekki sitt eftir liggja, því hann synti t.d.
einn daginn sjálfur 5 km.
Þá má geta þess að sveitarfélagið og Umf. Merkihvol gerðu með sér merkan
samning á árinu um langtímaleigu á Félagsheimilinu Brúarlundi. Um er að
ræða þá 4/5 hluta Brúarlundar sem eru í eigu sveitarfélagsins en Umf. Merki-
hvoll á 1/5 hluta hússins. Hugmyndin með þessum samningi er að færa umsjá
hússins til þeirra íbúa sveitarfélagsins sem standa því næst með það að mark-