Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 73
71
Goðasteinn 2016
gerð braut fyrir umferð niðri á fljótsaurnum frá brúnni inn á móts við Hellissel
í Merkurnesi. Talsvert þurfti að gera til þess að verja þessa braut fyrir fljótinu.
Það var að nokkru leyti gert með því að hlaða grjóti að aurbakkanum, sem
fljótið var að brjóta en að nokkru með stuttum varnargörðum. Stærsti garð-
urinn í því varnakerfi liggur út frá Réttarnefinu, út aurinn með stefnu nokkru
suðaustan við Stórudímon. Hann heitir Stóru-Merkurgarður. Þrír stuttir garðar
voru gerðir þar fyrir innan.
Áður en þær varnir voru gerðar, var fljótið búið að skola burt sneið af Stóru-
Merkur engjum sem lágu inn með því, m. a. fram af Nauthúsagili.
Um og fyrir 1980 var Markarfljót búið að brjóta niður og breyta í gróð-
urlausan aur, mjög stórum hluta af gróðurlendi Brúna og Tjarna og var farið
að nálgast túnin á Tjörnum. Þá var ljóst, að eftir nokkra áratugi gæti fljótið
verið búið að brjóta niður öll túnin og þar með mynda sér nýja leið vestur í
Álafarveg. Á leið fljótsins meðfram graslendi þessara jarða var víðast nokkuð
þykkur jarðvegur, þar voru víða bakkar einn til tveir metrar á hæð. Jarðvegur
var þar víðast þurr og sendinn og því auðveldur til niðurbrots fyrir straum-
vatnið. Á kafla milli bæjanna var landið það mikið lægra að kvíslar úr fljótinu
höfðu farið þar yfir vestur í Álafarveg.
Á þessum lægri kafla var mýrarjarðvegur að meiri hluta og af þeim ástæð-
um höfðu ekki myndast þar farvegir eftir fljótið, en rennsli þess verið ofan
á gróðurlendinu og aurnum sem það hafði skilið þar eftir, annars hefði það
sennilega farið þarna vestur í Álafarveg miklu meira en það gerði.
Okkur sem vorum í sveitarstjórn í Vestur-Eyjafjallahreppi um 1980 var vel
kunnugt um þetta ástand. Á árunum fyrir 1980, var orðið ljóst að þetta gat ekki
gengið öllu lengur, þrátt fyrir að ríkið hafði keypt jarðirnar á sínum tíma.
Ég var kosinn oddviti hreppsnefndarinnar í Vestur-Eyjafjallahreppi á árinu
1981. Sveitarstjórninni var það ljóst að hún yrði að láta þetta mál til sín taka,
enda fórum við að halda því fram að ríkinu bæri skylda til að koma þarna upp
varnargörðum, þrátt fyrir kaup þess á jörðunum á sínum tíma.
Þá kom að máli við mig Grétar Haraldsson, bóndi í Miðey í Landeyjum,
til þess að ræða um hið mikla landbrot sem Markarfljót hafði valdið á landi
Tjarna og mundi halda áfram að gera yrði ekkert að gert. Grétar var frá Tjörn-
um, var þar fæddur og að nokkru leyti alinn upp.
Mér datt í hug að nauðsynlegt væri að kynna þetta mál fyrir þingmönnum
kjördæmisins. Þá hittist þannig á að þingmenn Sjálfstæðisflokksins boðuðu til
almenns fundar að Heimalandi, félagsheimilis Vestur-Eyjafjallahrepps. Þar tók
ég til máls og ræddi um varnir við Markarfljót, og þá sérstaklega varnir Brúna
og Tjarna og lagði þunga áherslu á skyldu ríkisins á því máli, þar sem þessu