Goðasteinn - 01.09.2023, Page 19
17
Goðasteinn 2023
Glódís varð móðir fremur ung þegar Mikael
Máni fæddist, en síðan hafa bæst í hópinn þau
Ólafur Kolbeinn, Brynja María og Sólbjartur
Logi sem hún á með unnusta sínum, Eiríki
Ólafssyni frá Stóra-Núpi.
„Trúin er ákveðið net þegar þú ert að ala upp
börn. Hún hjálpar þér að svara erfiðum spurn-
ingum, þannig hefur það líklega alltaf verið.
Hvort sem það er trúin á guð eða ákveðin nátt-
úrutrú. Þegar ég var krakki var ég alltaf norn í
sveitinni.“
Greinarhöfundur getur ekki stillt sig um að
skjóta inn athugasemd um sameiginlega ættingja okkar Glódísar, sem annað
hvort eru nokkuð heittrúaðir eða algjörlega trúlausir (ef það er þá hægt), en
sameinast allir í þessari náttúrutrú. Glódís samsinnir því. Og kannski er það
eins með náttúruna og tónlistina. Þær vekja hjá okkur tilfinningar sem ekki er
hægt að útskýra. Og það sameinar okkur öll.
náttúrufriður – og ró
Að lokum fýsir greinarhöfund að vita um hvað Glódísi Margréti dreymi. Hvort
markmiðin á tónlistarsviðinu séu háleit, áþreifanleg og leiðin þangað vörðuð.
En svarið kemur – ekki í fyrsta skipti – skemmtilega á óvart.
„Fyrsta sem mér dettur í hug er friður,“ segir Glódís einlæglega þegar hún er
spurð um drauma sína. „Að hafa aðgang að friði. Þessum náttúrufriði sem ég
upplifði sem krakki í sveitinni.“
Samtalið verður fyrir smá truflun þegar Glódís snýr sér að yngsta syni sín-
um og spyr: Hvar eru sokkarnir þínir, Sóli? Greinarhöfundur hinkrar meðan
það mál er leyst. Viðtalstíminn er brátt liðinn og okkar beggja bíða börn og
bústörf. Ég velti fyrir mér nöfnunum sem Glódís hefur valið á tónlistarverkefn-
in sín. VökuRó, Korríró, og svo dreymir hana um frið og ró. Hvorugt er auðvelt
fyrir unga konu og móður að öðlast í hröðu nútímasamfélagi. Og bara það að
viðurkenna þessa þrá er stærra skref en margar okkar þora að taka.
Á þeim nótum ákveð ég að slá lokatóninn í spjallið með því að spyrja hvert
hún stefni og hvað sé framundan. Og enn einu sinni slær hún mig út af laginu,
með því að vera bara í líðandi stund.
„Sko, ég er eiginlega bara í smá pásu. Að njóta þess að vera heima seinni-