Goðasteinn - 01.09.2023, Page 31
29
Goðasteinn 2023
Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót,
frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur landvers og skers!
Yfir heim eða himin
hvort sem hugar þín önd,
skreyta fossar og fjallshlíð
öll þín framtíðarlönd!
Fjarst í eilífðar útsæ
vakir eylendan þín:
nóttlaus voraldar veröld
þar sem víðsýnið skín.
Það er óskaland íslenskt
sem að yfir þú býr,
aðeins blómgróin björgin,
sérhver baldjökull hlýr,
frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós
sonur landvers og skers!
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rang-
árþings eystra, flytur ávarp.
Ljósm: Berglind Ýr Jónasdóttir
Stjórn styrktarfélagsins Afrekshuga hæstánægð
með starfslok félagsins, f.v. Anton Kári Hall -
dórs son, Friðrik Erlingsson, Hrafnhildur Inga
Sigurðardóttir, Rut Ingólfsdóttir, Guðjón Hall-
dór Óskarsson.
Ljósm: Berglind Ýr Jónasdóttir
Afrekshugur er táknmynd fyrir sig-
urvilja okkar í hverri áskorun eða mót-
læti sem lífið færir okkur. Megi Afreks-
hugur Nínu Sæmundsson vera okkur
öllum áminning um valdið sem við
búum yfir, hvert og eitt, til að sigrast á
takmörkunum okkar og kringumstæð-