Goðasteinn - 01.09.2023, Síða 34
32
Goðasteinn 2023
rangæskir riddarar réðust inn í …
Dagana áttunda til þrettánda ágúst var heimsmeistaramót íslenska hestsins
haldið í Oirschot í Hollandi. Ekki er venja að fjalla um mótið í Goðasteini
en að þessu sinni er tilefnið ærið því að af fimmtán knöpum sem valdir voru
í landsliðið voru sex úr röðum Geysismanna. Einn heltist úr lestinni áður en
farið var utan en af þeim fimm sem kepptu urðu fjórir heimsmeistarar og þar af
tveir þeirra tvöfaldir. Þetta voru: Elvar Þormarsson, Hvolsvelli, með hryssuna
Fjalladís frá Fornusöndum, heimsmeistari í gæðingaskeiði og 250 metra skeiði.
Hans Þór Hilmarsson, Hjarðartúni, með Jarl frá Þóroddsstöðum. Herdís Björg
Jóhannsdóttir, Pulu, með Kvarða frá Pulu, heimsmeistari í tölti ungmenna. Jón
Ársæll Bergmann, Bakkakoti, með hestinn Frá frá Sandhóli, heimsmeistari í
fjórgangi ungmenna og samanlagður heimsmeistari í fjórgangsgreinum ung-
menna. Sara Sigurbjörnsdóttir, Oddhóli, með Flóka frá Oddhóli, heimsmeistari
í fimmgangi fullorðinna.
Bæta má við að tölthorninu fræga landaði Jóhanna Margrét Snorradóttir á
Bárði frá Melabergi. Jóhanna Margrét hlaut einnig silfur í fjórgangi og varð
heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum. Hún er búsett og starfandi að
Árbakka í Holtum.
Af þeim sex kynbótahrossum sem valin voru til þátttöku á mótinu voru þrjú
þeirra ræktuð í Rangárvallasýslu. Þetta voru þau Hrönn frá Fákshólum, ræktuð
af Helgu Unu Björnsdóttur, Jóni Eiríkssyni og Sigurbjörgu Geirsdóttur, Katla
frá Hemlu II, ræktuð af Önnu Kristínu Geirsdóttur og Vigni Siggeirssyni, og
Geisli frá Árbæ, ræktaður af Gunnari Andrési Jóhannssyni og Vigdísi Þór-
arinsdóttur. Öll þessi kynbótahross stóðu efst í sínum flokki að móti loknu.
Samtals hlaut íslenska landsliðið sextán gullverðlaun og þrjú silfur. Þessi
sigurför var farin undir stjórn tveggja Geysisfélaga, þeirra Heklu Katarínu
Kristinsdóttur, Árbæjarhjáleigu, og Sigurbjarnar Bárðarsonar, Oddhóli.
Heimsmeistarar í höfðatölu (miðað við höfðatölu)
Íslendingar hafa löngum verið hrifnir af mælikvarðanum „miðað við höfða-
tölu“. Okkar litlu smáþjóð hefur þannig tekist að blása út brjóstið með langflesta
atvinnumenn í handbolta (miðað við höfðatölu), flesta Óskarsverðlaunahafa fyrir kvik-
myndatónlist (miðað við höfðatölu) og vegna þeirrar staðreyndar að í kringum 1955
hafði um 0,00067% allrar þjóðarinnar hlotið Nóbelsverðlaun í bókmenntum.