Goðasteinn - 01.09.2023, Page 42
40
Goðasteinn 2023
„Og með skeifunni fylgdi stór hluti framhófsins. Daginn áður hafði hófurinn
mælst 8,7 sentímetrar en eftir að hann var járnaður aftur mældist hófurinn 7,4
sentímetrar. Þetta er gríðarlegur munur og mjög erfitt að eiga við svo skömmu
fyrir keppni.“
Margir hefðu íhugað að draga sig úr keppni við þessar aðstæður enda hafa
minni hófar, hvað þá ójafnir, áhrif á jafnvægi, takt og fótaburð. Herdís gafst
þó ekki upp og því var næsta mál á dagskrá að kalla út yfirdýralækni og móts-
stjóra. Já, það er ekki seremóníulaust að negla eina skeifu undir þegar komið er
á heimsmeistaramót!
„Fyrst þurftum við að fá leyfi til að járna hófinn sem brotnaði. Síðan þurft-
um við að fá annað leyfi til að járna hinn framhófinn til samræmis við þann
fyrri. Þetta var ekki gefins! Þarna kom Diddi (Sigurbjörn Bárðarson landsliðs-
þjálfari) mjög sterkur inn. Hann vissi hvernig átti að snúa sér í þessu máli svo
við fengjum leyfið. Svo var Kvarði járnaður en það var staðið yfir okkur allan
tímann. Erlendur Árnason frá Skíðbakka, járningamaður liðsins, var svo stöðv-
aður eftir hvert skref, verkið metið og svo gefið leyfi til að halda áfram. Hvar ég
hefði verið án Ella veit ég ekki. Hann bjargaði mótinu fyrir okkur Kvarða.“
stóra sviðið
En hvernig var svo tilfinningin við að ríða inn á þetta stærsta svið Íslandshesta-
mennskunnar?
„Hún var mjög góð. Ég var vel undirbúin hjá U-21 landsliðinu sem er undir
stjórn Heklu Katarínu. Við höfðum setið marga fyrirlestra hjá fagfólki sem
hafði reynsluna. Ég hafði ótal mörgum sinnum heyrt að þetta væri upplifun
sem væri engri lík. Að ég myndi ríða inn á völlinn, fara í hálfgert „black out“
og svo ekki muna neitt. Ég var orðin mjög spennt að upplifa þetta miðað við
lýsingarnar en svo var þetta bara gaman. Ég fann einstakan stuðning frá stúk-
unni og ég verð ekki stressuð ef ég hef allt undirbúið og skipulagt. Þess vegna
gekk mér vel að takast á við þessar aðstæður. En á þriðjudagsmorgninum, þegar
Kvarði reif undan sér – ekki samkvæmt plani – þá fór ég alveg í skrall. Í hug-
anum ómaði í sífellu: Er ég búin að flytja uppáhalds hestinn minn út til þess
eins að láta hann rífa undan sér, klúðra öllu og þurfa svo að skilja hann eftir?
Það var erfiður morgunn.“
Fall er fararheill og þrátt fyrir áföll þriðjudagsins voru Herdís og Kvarði
önnur inn í úrslit. Þau gerðu sér þó lítið fyrir og hrepptu gullið í úrslitunum.
Herdís lýsir fyrir okkur tilfinningunni.