Goðasteinn - 01.09.2023, Side 46
44
Goðasteinn 2023
desember 1941 í kjölfar árásar Japana á Pearl Harbor í Hawaii. Bandaríkjamenn
veittu þó Bretum öðruvísi stuðning með sendingum á hrávörum og hergögn-
um frá Bandaríkjunum. Bretar keyptu svo mikið af vörum frá Bandaríkjunum
á þessum tíma að þeir tæmdu næstum allan gullforða sinn árið 1941.5 Belgía
hafði á þessum tíma verið hernumin af Þjóðverjum og Bretar höfðu ákveðið
að nota belgíska skipið Persier fyrir skipasendingar til Bretlands. Um borð í
skipinu voru 6000 tonn af hrájárni og 100 ósamsettir bílar. Persier lagði af stað
frá Baltimore í Bandaríkjunum og var á leiðinni til Bretlands með 44 áhafn-
armeðlimi.6
Í febrúarlok 1941 var skelfilegt fárviðri við Suðvesturland. Óveðrið stóð yfir
í um 2 sólarhringa, 10 íslenskir bátar annaðhvort strönduðu eða sukku, 4 erlend
skip strönduðu og sjö manneskjur létu lífið. Þann 27. febrúar mældist vindhrað-
inn um 12 vindstig7 (hæsta gildið samkvæmt Beaufort-kvarðanum), sem merkir
að vindhraðinn fór yfir 32,7 m/s, ölduhæðin náði yfir 14 metrum og skyggn-
ið var mjög slæmt.8 Á þessum tíma sigldi Persier í skipalest Bandamanna í
austurátt til Bretlands. Þegar veðrið versnaði varð skipið fyrir töluverðu tjóni
en þá brotnaði meðal annars björgunarbáturinn um borð. Því tók skipstjórinn,
Jacques Heusers, til þess ráðs að leita hafnar í Reykjavík, fá þar nýjan björg-
unarbát og vonandi komast í aðra skipalest til Bretlands. Vandamálið var þó að
skyggnið var mjög slæmt, erfitt var að rata til Reykjavíkurhafnar og ölduhæðin
gerði erfitt fyrir að greina ströndina. Því gerðu skipverjar sér enga grein fyrir
því hversu nálægt þeir voru landinu fyrr en skipið strandaði við Kötlutanga
austan við Vík í Mýrdal. Skipsbrotsmennirnir 44 voru allir ómeiddir og var
þeim bjargað með línubyssu og björgunarstól af varðskipinu Ægi, sem var mik-
ið björgunarafrek undir stjórn skipstjórans Guðmundar Guðjónssonar. Eftir
björgunina eyddu skipverjar tveimur vikum í Vík og á meðan dvölinni stóð
vann einn þeirra það þrekverki að bjarga íslenskum sjómanni frá drukknun
þegar bát hans hvolfdi við Vík með því að kasta sér til sunds. Nokkrum dögum
eftir að áhöfninni var bjargað var hafist handa um að meta skaða skipsins og
farmsins. Skipaútgerð ríkisins fól varðskipinu Ægi það hlutverk að rannsaka
aðstæður, bjarga farminum og ná skipinu síðan út. Stýri skipsins hafði brotnað,
hæll hafði brotnað af og tuttugu feta (rúmlega 6 metra) sjór var í flestum lest-
um. Flestar bifreiðanna 100 virtust vera þurrar, þar af voru 36 GMC-vörubif-
5 Yust. Ten eventful years, II:859.
6 „Sagan af Persier-strandinu og járninu á Dynskógafjöru“, 9-11.
7 „ Fárviðri veldur gífurlegu tjóni“, 1.
8 Óttar P. Halldórsson og Ögmundur Jónsson. „Athuganir á vindhraða og vindálagi á
Íslandi“, 38.