Goðasteinn - 01.09.2023, Page 58
56
Goðasteinn 2023
lítið túnstæði og skortur á nærtækum engjum benda frekar til þess að þarna
hafi verið útibú frá heimajörðinni, sérstök rekstrareining, til þess að nýta sem
best það mikla landflæmi sem tilheyrði Odda. Nálægð býlisins við fjölfarnar og
mikilvægar leiðir um svæðið er allrar athygli verð og þær kunna að hafa ráðið
miklu um staðsetningu þess. Frá þessum stað hefur verið hægt að halda uppi
njósnum um ferðir fólks fyrir höfðingjana í Odda ef þörf hefur þótt á því.
Eyðibýli eru heillandi viðfangsefni, ekki síst þau sem ná aftur til fyrstu
alda byggðar í landinu. Hvers vegna fara staðir í eyði og byggjast aldrei
aftur? Hver er saga þessa nafnlausa býlis? Urðu breytingar á rekstrarmódeli
höfðingjanna í Odda? Hætti að vera þörf fyrir eftirlit við Bergvað, eða færðist
það hlutverk ef til vill til þeirra sem bjuggu á bænum Bergvaði, austan við
ána? Urðu samfélagslegar eða umhverfislegar breytingar á þessum tíma þess
valdandi að staðurinn fór í eyði fyrir fullt og allt? Óvíst er að endanleg svör við
þessum vangaveltum fáist nokkurn tímann en með auknum rannsóknum á þeim
fjölmörgu víkingaaldarbæjarstæðum sem þegar eru þekkt víðsvegar um landið
komumst við vonandi nær því að skilja byggðaþróunina fyrstu aldirnar eftir
landnám og landnýtingu á stórbýlum á borð við Odda á Rangárvöllum.
Heimildaskrá
Ágústa Edwald (ritstj.). 2008. Fornleifaskráning í Rangárþingi ytra. Áfangaskýrsla I.
FS379-06191. Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík.
Berson, Bruno. 2002. „A Contribution to the Study of the Medieval Icelandic Farm:
The Byre.“ Archaeologia islandica 2, bls. 34-60.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín I. Rangárvalla- og Vestmannaeyjasýsla.
Hið íslenska fræðafjelag 1913-1917, Kaupmannahöfn.
Kristborg Þórsdóttir (ritstj.). 2010. Fornleifaskráning í Rangárþingi ytra.
Áfangaskýrsla II. FS446-06192. Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík.
Kristborg Þórsdóttir. 2020. „Oddalönd öll.“ Minjaþing helgað Mjöll Snæsdóttur,
bls. 87-106.
Kristborg Þórsdóttir (ritstj.). 2021. Oddarannsóknin. Fornleifarannsóknir í Odda
2020. FS830-20201. Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík.
Kristborg Þórsdóttir (ritstj.). 2023. Oddarannsóknin. Fornleifarannsóknir í Odda
2021. FS877-20202. Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík.
Magnús Á. Sigurgeirsson. 2022. Fornleifarannsókn í Odda á Rangárvöllum.
Gjóskulög. Greinargerð 01/2022.
Valgeir Sigurðsson. 1982. Rangvellingabók. Saga jarða og ábúðar
í Rangárvallahreppi. Rangárvallahreppur, Hellu.