Goðasteinn - 01.09.2023, Page 72
70
Goðasteinn 2023
Sæmundur er tíu ára árið 1066 þegar
halastjarna Halleys sést um páskaleytið,
Haraldur harðráði fellur við Stafnfurðu
og Vilhjálmur bastarður af Normandí
leggur England undir sig. Sæmundur
lærir trúlega hjá Ísleifi í Skálholti og hjá
Sigfúsi föður sínum en fer svo til náms
í útlöndum, líklega 1072 á sextánda ári.
Á námsárum hans gefur Gregor VII páfi
út Dictatus Papae, sem segir að biskup
Rómar sé einvaldur kirkjunnar og bann-
færir Hinrik IV, keisara hins heilaga
rómverska ríkis, vegna deilu þeirra um
hvor hefði vald til að skipa biskupa.
Sæmundur kemur heim aftur 1078-
80, reisir nýja kirkju í Odda, verður
mikilhæfur samverkamaður Gissurar
Ísleifssonar biskups, og er virtur og lof-
aður fyrir lærdóm sinn af samtímamönnum. Sæmundur er einnig fyrsti nafn-
greindi Íslendingurinn sem vitað er að hafi fengist við sagnaritun. Sæmundur
lést 22. maí 1133.
noregskonungaævi
Við höfum vissu fyrir því að Sæmundur skrifaði Konungaævi Noregskonunga,
því til þess er vitnað í lofkvæði því sem ort var sonarsyni hans, Jóni Loftssyni,
til heiðurs þegar Þóra móðir Jóns var viðurkennd af norsku konungsættinni sem
dóttir Magnúsar Ólafssonar berfætts Noregskonungs. Tilefnið að riti Sæmund-
ar gæti einmitt hafa verið gifting Lofts Sæmundarsonar og Þóru Magnúsdóttur
berfætts.
Sæmundi hefur líka verið eignað langfeðgatal Skjöldunga, þar sem ætt Odda-
verja er rakin til Danakonunga. Í formála Heimskringlu segir Snorri Sturluson:
„Í bók þessa lét ég rita fornar frásagnir um höfðingja þá er ríki hafa haft á
Norðurlöndum og á danska tungu hafa mælt – svo sem ég hef heyrt fróða menn
segja, svo og nokkrar kynkvíslir þeirra – eftir því sem mér hefir kennt verið,
sumt það er finnst í langfeðgatali því er konungar hafa rakið kyn sitt – eða aðrir
stórættaðir menn, en sumt er ritið eftir fornum kvæðum eða söguljóðum.“
Samtímamaður Sæmundar á 16. aldar
málverki.