Goðasteinn - 01.09.2023, Page 74
72
Goðasteinn 2023
og manndráp; hann gaf og góð lög fólkinu og góðan sið.“ Svo hefur Sæmundur
ritað um Ólaf konung í sinni bók,“ segir Oddur Snorrason.
Af þeim örfáu tilvitnunum í Sæmund sem finnast í heimildum er þessi þeirra
merkust því hún er ótvíræður vitnisburður um að Sæmundur hafi sett saman
bók, en ekki eingöngu skrásett stuttar minnisgreinar eða þurrar ættartölur.
Ari fróði vitnar í Íslendingabók til Sæmundar um að Ólafur Tryggvason
Noregskonungur hafi fallið sama sumar og kristni var lögtekin hér á landi. Ekki
er ljóst hvort hann vitnar hér til samtals við Sæmund eða til bókar hans en ljós-
lega hefur Ari þekkt bók Sæmundar, sem Oddur Snorrason vitnar til.
Í Noregskonungatali, lofkvæðinu til heiðurs Jóni Loftssyni, sem er líklega
ort af Snorra Sturlusyni, segir í fertugasta erindi:
Nú hef ég talið
tíu landreka,
þá er hver var frá Haraldi;
inntak svo ævi þeirra
sem Sæmundur sagði hinn fróði.
Síðasti konungurinn sem nefndur er úr sögu Sæmundar er Magnús góði sem
lést 1047, en við það ár er einmitt ein tilvitnun til viðbótar frá Sæmundi. Sú er
í Konungsannál og hljóðar svo: „Svo segir Sæmundur prestur hinn fróði að á
þessu ári voru svo mikil frost að vargar runnu að ísi milli Noregs og Danmerk-
ur.“
Hafi þessi veðurathugun og hafísfrétt upphaflega verið tengd frásögninni af
andláti Magnúsar góða sama ár, höfum við klassískt dæmi um það hvernig nátt-
úran bregst við þegar konungur fellur frá. Um slíkt eru fjölmörg dæmi í fornum
sögum og annálum. Svo hér höfum við þá fyrir okkur bók af hendi Sæmundar
sem kalla mætti „Noregskonungaævi.“
Áttartala og konungaævi ara
Að beiðni biskupa og Sæmundar sleppti Ari Þorgilsson áttartölu og konungaævi
þegar hann ritaði seinni gerð Íslendingabókar. Hér má ætla að Sæmundur hafi
bent Ara á að konungaævi væri þegar rituð og því óþörf í Íslendingabók, eða
þá að hann hafi sagt að konungaævi ætti ekkert erindi í Íslendingabók. Þar í
má greina vísbendingu um hina hagnýtu ástæðu að baki ritun Íslendingabókar,
nefnilega að hún hafi átt að vera um Íslendinga eingöngu og sögu þeirra í land-
inu, án of víðrar skírskotunar til erlendra konunga, e.t.v. í þeim tilgangi að setja
sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar í brennipunkt.