Goðasteinn - 01.09.2023, Page 80
78
Goðasteinn 2023
Og fleiri tíðindi af fjölskyldunni má svo líta í Landnámu: „Bröndólfur og
Már Naddoddssynir og Jórunnar, dóttur Ölvis barnakarls, komu til Íslands-
byggðar snemma. Þeir námu Hrunamannahrepp, svo vítt sem vötn deila.“ Síðan
segir: „Már bjó á Másstöðum. Hans sonur var Beinir, faðir Kolgrímu, móður
Skeggja, föður Hjalta.“ Það er að sjálfsögðu Hjalti Skeggjason, tengdasonur
Gissurar hvíta sem stóð með honum að Kristnitökunni.
Sumir Ogham-rúnafræðingar lesa föðurnafn Beinis á legsteininum, orðið
droan sem drúídi, þ.e. prestur; Beinir væri þá sonur prestsins, sem ætti þá að
vera Már Naddoddsson á Másstöðum ef við tengjum ættina í Landnámu við
nöfnin á legsteininum. Eða þá að Anna og Droan þessi hafi einnig átt son að
nafni Beinir sem búið hafi í eyjunum. En Beinir Landnámu gæti svo líka hafa
reist legsteininn, eða látið reisa hann, yfir föðursystur sína, Önnu, en það kven-
mannsnafn þekkist ekki í norrænni heiðni, því Anna er vestræn mynd hebr-
eska nafnsins Hannah. Hér er því um kristið fólk að ræða, vígt inn í hina írsku
kirkju; sé þetta ein og sama fjölskyldan, sem reyndar er líklegt af nöfnunum,
hefur niðji Naddodds orðið annar forsprakki kristni á Íslandi og er skírður
Hjalti, e.t.v. til þess að undirstrika tengingu fjölskyldunnar við hinar kristnu
rætur á Hjaltlandseyjum.
Ekki er óeðlilegt að Sæmundur hafi snemma heyrt frá þessu fólki sagt; svo
gæti einnig verið að Sæmundur hafi sjálfur séð legsteininn við Maríukirkjuna
á Bressey á Hjaltlandi. Og í þessu sambandi má einnig minna á að Sæmundur
var skírður eftir forföður sínum í sjöunda lið, landnámsmanninum Sæmundi
suðureyska, þ.e. frá Suðureyjum. Því má bæta hér við að samkvæmt Njáls sögu
var eiginkona Otkels í Kirkjubæ, Þorgerður Másdóttir, Bröndólfssonar, Nadd-
aðarsonar.
ingólfur, Hjörleifur og flóki
Þó Sæmundur sé aðeins borinn beinum orðum fyrir sögninni af Naddoddi,
finnst manni einhvern veginn eðlilegt að álykta að framhald goðsagnarinnar
um fund Íslands og fyrstu landnámsmenn sé einnig frá honum runnið. Og þeg-
ar grannt er skoðað virðist það hreint ekki ólíklegt, ef litið er til menntunar hans
utanlands í klassískum grísk-rómverskum fræðum.
Skyldi það vera tilviljun að Höskuldur Hvítanesgoði er felldur á akri af fimm
mönnum sem sitja fyrir honum, líkt og Hjörleifur, fóstbróðir Ingólfs Arnarson-
ar, er felldur á akri af fimm þrælum? Eða skyldi sama goðsögnin búa að baki?
Það má vera að Höskuldur og Hjörleifur hafi einhvern tímann verið menn af