Goðasteinn - 01.09.2023, Page 81
79
Goðasteinn 2023
holdi og blóði, en eins og þeir birtast okkur eru þeir fígúrur í helgisögn; Hvíta-
nesgoðinn er síðasta fórnarlamb fæðardeilunnar sem höfundur Njáls sögu vill
gagnrýna með verki sínu, og það göfugasta; dauði hans er neistinn sem tendrar
Njálsbrennu, þar sem fulltrúi heiðninnar, Skarphéðinn, ferst. Hjörleifur blót-
aði ekki goðin en trúði á mátt sinn og megin og því var honum bani búinn – af
hendi írskra þræla sem sjálfsagt voru kristnir.
En dauði Hjörleifs er fyrst og fremst klassískur fórnardauði hins óbilgjarna
og trúlausa fóstbróður, samkvæmt ævafornum goðsagnaminnum: Bræðurnir
Rómulus og Remus leita spásagnar guðanna um á hvaða hæð þeir skuli byggja
borg sína; svar guðanna styður val Rómulusar; Remus er ósáttur og deilur
magnast með bræðrunum uns Remus er felldur, en Rómulus reisir borgina,
setur ríkinu lög og stýrir því farsæll til dauðadags.
Ósætti bræðra yfir því að guðirnir geri upp á milli þeirra nær allt aftur til
Kains og Abels, en Kain öfundaði bróður sinn af gæfu hans, sem var tilkomin
vegna þess að fórnir Abels voru Drottni þóknanlegri.
Germanskar þjóðir áttu sína bræðragoðsögn sem birtist m.a. í frásögn Beda
prests af þeim Hengist og Horsa, sem voru leiðtogar Engla, Saxa og Jóta sem
réðust inn í Bretland og námu það land sem síðan hét England; Horsa var felldur
af Bretum, en Hengist setti ríkinu lög og varð forfaðir konungsættarinnar.
Samkvæmt frásögn Timaeusar frá 2. öld fyrir Krist og rómverjans Tacitusar
frá 1. öld eftir Krist, dýrkuðu germanskar þjóðir við Norðursjóinn goðumborna
tvíburabræður sem voru stofnendur þjóðarinnar og landnámsmenn. Tacitus
segir þá vera eins og Castor og Pollux úr grísk-rómverskri goðafræði; Cassius
Dio segir bræðurna heita Raos og Raptos; Páll djákni segir á 9. öld að stofnfeð-
ur Langbarða séu bræðurnir Ibur og Aio, sem komu norðan úr Skandinavíu og
hjá Saxa heita ættfeður Dana Aggi og Ebbi, sem leiddu þjóðina til fyrirheitna
landsins.
Frummynd þessara bræðra er að sjálfsögðu stjörnumerkið Tvíburar og þær
goðsagnir sem tengjast því. Elstu nöfn tvíburabræðranna á tungu Babýlóníu-
manna voru: „Sá sem hefur risið úr Undirheimum“ og „Hinn máttugi konung-
ur.“ En eins og við vitum fór Leifur niður í jarðhús á Írlandi, eins konar Undir-
heima, og fann þar sverð sem glóði í myrkrinu, og hét Hjör-leifur uppfrá því, en
Ingólfur varð „máttugur konungur“ sem fyrsti opinberi landnámsmaðurinn og
ættfaðir allsherjargoðanna, sem helguðu Alþingi á Þingvöllum ár hvert, Þórsdag
(fimmtudag) í 9. viku og síðar 10. viku sumars – eða einmitt á þeim tímamótum
þegar sólin er að ljúka ferð sinni um Tvíburamerkið.
Það má vera að Ingólfur og Hjörleifur hafi verið raunverulegar persónur, en
eins og þeir eru komnir til okkar eru þeir goðsögulegar verur, ættaðar aftan úr