Goðasteinn - 01.09.2023, Page 84
82
Goðasteinn 2023
Hauststefnu Oddafélagsins 2019, hefur sýnt
fram á í ritgerð einni að þessi beina- og æða-
talning komi vel heim og saman við gyðingleg
fræði Ashkenaz-gyðinga, sem Sæmundur gæti
hafa numið af, t.d. í Mainz eða annars staðar í
Rínarhéruðunum. Richard segir ekki ólíklegt
að Sæmundur hafi notað þá lærdóma í Ver-
aldarsögu sem hafi byrjað með sköpun heims
og Adams og síðan rakið ætt hans niður til
Skjaldar, þaðan til höfðingja í Noregi og loks
til föður síns, sbr. langfeðgatal Oddaverja.
Annað handrit, mögulega handbók presta
frá því um 1500 segir: „Í upphafi heims sagði
Sæmundur prestur að sól nýsköpuð rynni upp
í austri miðju en tungl fullt á aftni.“ Þessi
lýsing kemur heim og saman við kenningar
kirkjunnar á miðöldum að veröldin hafi ver-
ið sköpuð um jafndægur á vori og við fullt
páskatungl; að sólin rynni upp í austri 21.
mars og sama kvöld sæist tunglið fullt. Tilvitnunin er ljóslega tekin úr rituðu
máli af hendi Sæmundar.
Í öðru handriti sem til er í uppskrift Björns á Skarðsá segir: „Ágústus keis-
ari friðaði að fyrirsetning Guðs um allan heim þá er Kristur var borinn, en
vér hyggjum að í þann tíð væri Frið-Fróði konungur á Danmörku en Fjölnir í
Svíþjóðu, sem Sæmundur prestur ætlaði.“ Hér hlýtur Björn að vera að vísa til
bókar sem hefur mögulega enn verið til á hans dögum. Og hér má aftur minna
á frásagnir af þessum sömu konungum í Heimskringlu Snorra.
Veraldarsaga eða Heimsaldrar eru frásögn af upphafi mannkyns frá fyrsta
degi sköpunarinnar. Í þessum verkum er sögu mannsins skipt niður í sex, sjö
eða átta heimsaldra. Elsta varðveitta Veraldarsagan sem við eigum er talin hafa
verið skrifuð í Skálholti í lok 12. aldar af eða fyrir Gissur Hallsson.
Í þeirri bók segir um hinn fyrsta dag: „Inn fyrsti dagur veraldar er þremur
nóttum fyrir Benedictus messu.“ Þetta kemur heim og saman við tilvitnunina í
Sæmund hér á undan, því Benediktsmessa er 21. mars. Það er því ekki útilokað
að stofninn í Veraldarsögu Gissurar Hallssonar sé frá Sæmundi kominn.
Nokkrir virtir fræðimenn, eins og Sverrir Tómasson, hafa getið sér þess til
að tilvitnanirnar sem hér hafa verið tíndar fram gætu verið fengnar úr Verald-
arsögu eftir Sæmund; jafnvel að hið eina rit Sæmundar hafi ekki verið Kon-
Teikning af Snorra Sturlusyni eftir
Christian Krogh úr útgáfu af Heims-
kringlu frá 1899.