Goðasteinn - 01.09.2023, Side 87
85
Goðasteinn 2023
Haraldur Konráðsson, Jón Ingi Guðmundsson, Jón Smári Lárusson og Við-
ar Bjarnason. Fyrir tuttugu og fimm ára starf hafa áður fengið merki: Ásgeir
Jónsson, Guðjón Halldór Óskarsson, Hlynur Snær Theodórsson og Úlfar Al-
bertsson. Fyrir tuttugu ára starf fengu silfurmerki: Árni Guðmundsson, Bragi
Guðmundsson, Eggert Birgisson, Engilbert Olgeirsson, Gísli Sveinsson, Jens
Sigurðsson, Jóhann Björnsson og Valmundur Gíslason. Ítarlegri umfjöllun um
kórinn má t.d. lesa á heimasíðu kórsins, karlar.is, og víðar.
Eftirfarandi ávarp var flutt af formanni afmælisnefndar, Haraldi Konráðs-
syni, á tónleikunum.
Ágætu tónleikagestir,
kórstjórar, meðleikarar og karlakórsmenn
Þegar Hermann formaður kom að máli við mig og bað mig um að veita for-
mennsku afmælisnefnd kórsins á 30 ára afmælinu „auknum þremur“, eins og
hann segir sjálfur, þá kom á mig smá hik. Sá sem hér stendur er nú ekki mikið
heima hjá sér á kvöldin og varla á bætandi fjarveru frá heimili. En eftir nær 50
ára sambúð okkar hjóna bregður henni Helgu minni hvorki við sár né bana á
þessum nótum og ég lét slag standa. Með mér í afmælisnefnd eru Jón Smári
Lárusson stofnfélagi, Guðmann Óskar Magnússon margreyndur stjórnarmað-
ur, hokinn af reynslu, formaðurinn sjálfur, Hermann Árnason ættaður úr Vík,
og gjaldkerinn og Suðurnesjamaðurinn nafni minn, Haraldur Birgir Haralds-
son. Þetta reyndist svo minni vinna en ég reiknaði með og rann ljúflega mjög
enda við alkunnir öðlingar allir. Mig langar að nefna nokkur atriði sem að
kórnum lúta.
Stjórnendur Karlakórs Rangæinga 1990-2023
Gunnar Marmundsson 1990–1995
Guðjón Halldór Óskarsson 1995–2012
Íris Erlingsdóttir 2012–2013
Guðjón Halldór Óskarsson 2013–2023
Einsöngvarar með Karlakór Rangæinga 1990–2023
Jón Smári Lárusson
Gísli Stefánsson
Gísli Sveinsson
Kjartan Grétar Magnússon