Goðasteinn - 01.09.2023, Blaðsíða 89
87
Goðasteinn 2023
sem heitir eftir laginu eða „Bræðralag.“ Árið 2010 var aftur efnt til lagakeppni
og þá var lagið „Af sama toga“ eftir Harald Konráðsson við ljóð Grétars Har-
aldssonar hlutskarpast. Sama ár var einnig gefinn út geisladiskur sem heitir
„Vorganga“ eftir samnefndu ljóði Jóns heitins Ólafssonar frá Kirkjulæk sem
féll frá á Jónsmessu árið 2008, langt um aldur fram. Lagið á Jens Sigurðsson.
Er nafn disksins tileinkað minningu okkar góða kórfélaga Jóns. Við minnumst
allra fallinna félaga með virðingu og hlýju og tökum án efa með þeim lagið
þegar okkar tími kemur.
Árið eftir, eða 2011, gekk kórinn til samstarfs við „Ómar Diðriks og Sveita-
syni“ sem var starfandi hljómsveit hér í sýslu á þeim tíma. Þetta var að mínu
mati ákaflega skemmtilegt samstarf og brot á hefðbundnu starfi kórsins og voru
haldnir tvennir tónleikar þann 29. október í Menningarsalnum á Hellu og var
uppselt á þá báða. Afrakstur þessa samstarfs kom svo út á 17 laga geisladiski
sem heitir „Öðruvísi en áður“ og ber svo sannarlega nafn með rentu. Kannski
hefur kórinn oft sungið betur, en í minningunni er þetta eitt af því skemmti-
legra sem undirritaður hefur tekið þátt í með kórnum og aðsóknin þennan dag
segir ef til vill eitthvað um það líka og sýnir okkur kannski að það má víkja
frá hefðinni einstaka sinnum. Veturinn 2012–2013 kom svo Íris Erlingsdóttir
og stjórnaði kórnum á meðan Guðjón Halldór fór í námsleyfi. Skiptar skoðanir
voru meðal kórmanna á þessu ráðslagi og einhverjir tóku sér frí þennan vetur.
Fremsta röð – Jens Sigurðsson, Benedikt Sveinbjörnsson, Þorsteinn Guðnason, Haraldur Konráðsson, Guð-
laugur Helgason, Eggert Birgisson, Sigurður Einarsson, Glódís Margrét Guðmundsdóttir (meðleikari).
Miðröð – Magnús Ingvarsson, Jóhann Björnsson, Auðunn Leifsson, Engilbert Olgeirsson, Bragi Þór Hans-
son, Guðmann Óskar Magnússon, Goði Gnýr Guðjónsson, Valmundur Gíslason, Veigar Þór Víðisson, Bragi
Guðmundsson, Jón Smári Lárusson.
Aftasta röð – Árni Þór Guðmundsson, Erlendur Árnason, Jón Guðmunsson, Hermann Árnason, Hlynur
Snær Theódórsson, Sigurður Þór Þórhallson, Rökkvi Hljómur Kristjánsson, Sveinn Skúli Jónsson, Þröstur
Sigurðsson, Þorsteinn Sveinsson, Arilíus Marselínuson, Guðjón Halldór Óskarsson (stjórnandi).
Mynd Jóna Sigþórsdóttir