Goðasteinn - 01.09.2023, Page 93
91
Goðasteinn 2023
ætti að standa fyrir skemmtunum og hafa þannig peninga út úr unga fólkinu, en
síðar tókst samstarf við Ungmennafélagið um skemmtanahald. Ágóða af tóm-
bólum og skemmtunum var varið til að hjálpa einstaklingum í sveitarfélaginu
sem áttu bágt. Þá var Lestrarfélagið styrkt með 25 kr. framlagi ár hvert í mörg
ár.
Árið 1925 var samþykkt að kaupa hlutabréf fyrir 75 kr. í húsi sem Bandalag
kvenna í Reykjavík stóð fyrir. Síðar, árið 1945, var ákveðið að leggja þessi
hlutabréf til Kvennaheimilisins á Hallveigarstöðum við Túngötu í Reykjavík.
Haldin voru matreiðslunámskeið og fyrirlestrar haldnir um heimilisfræðslu.
Einnig keypti kvenfélagið spunavél þannig að hver kona gæti annast sinn spuna
sjálf.
Þetta ár var samþykkt að hver kona prjónaði tvenn pör af sjóvettlingum og
nærbuxur til að afla tekna fyrir félagið í stað skemmtanahalds en það var alltaf
umdeilt innan félagsins.
Heiðursfélagar.
Efsta röð f.v. Linda Ósk Vilhjálmsdóttir (Rauð peysa) Hellu, Snæbjört Ýrr Einarsdóttir Hjarðar-
brekku 2, Drífa Hjartardóttir Keldum, Bergþóra Jósefsdóttir Hellu, Unnur Hróbjartsdóttir
Hellu.
Miðröð f.v. Kristín Bjarnadóttir Selalæk, Ásgerður Sjöfn Guðmundsdóttir Lambhaga, Ólöf
Bjarnadóttir Selalæk, Ingigerður Oddsdóttir Hróarslæk, Árný Oddsdóttir Helluvaði, Þórdís
Guðmundsdóttir Norðurbæ, Halldóra Valdórsdóttir Lang-Ekru, Erla Bjarnadóttir Hellu.
Sitjandi f.v. Karen Jónsdóttir Vindási, Sigríður Vilmundardóttir Heiði, Svava Guðmundsdóttir
Heiði, Jónína Jónsdóttir Keldum, Guðrún Valmundardóttir Lang-Ekru.