Goðasteinn - 01.09.2023, Page 114
112
Goðasteinn 2023
Úr káputexta:
Tvisvar hefur sálum þessa heims stafað ógn af myrkrinu hinum megin. Tvisvar
hafa fulltrúar raunheima verið sendir í gegnum skilin. Einu sinni hefur dreim-
förum tekist ætlunarverkið, einu
sinni mistekist.
Bella þráir fátt heitar en að kom-
ast burt af heimili sínu – burt frá
myrkrinu í mömmu. Nóttina eftir að
hún, Alex og Asili lenda í undarlegu
atviki uppi við fossinn fær Bella ósk
sína uppfyllta. Aldrei hefði hana
þó órað fyrir að þau myndu vakna
handan skilanna. Hvað þá að líf
þeirra, og allra sem þau elskuðu,
ylti á baráttu þeirra í nýrri veröld, í
nýjum sporum, með nýja krafta – en
gamlan óvin sér við hlið.
Í Dreim, þar sem draumarn-
ir eiga heima, ráða tunglin fjögur
gangverki heimsins. Aðeins á jafn-
tunglum opnast fossarnir á mörkum
landanna fjögurra. Aðeins þá eiga
þau von um að komast undan Vald-
inu, þjónum þess og herrum.
Hvað gerist þegar Draupnir, máttugasta vera Dreim, fellur? Hvað verður
um dreimfarana ef fossinn lokast áður en þeir stökkva?
Hluti kaflans „Hið heilaga jólaspellvirki“ úr bókinni Dreim – Fall Draupnis:
Á aðfangadag var smákökunum pakkað niður í körfu ásamt rjúkandi kakói,
kleinum og gruggugu jólaglöggi Öllömmu. Svo hélt fjölskyldan af stað upp
snævi þakta hlíðina, venju samkvæmt.
Alex spretti á undan með poka fullan af jólaskrauti og Elísabet veifaði húfu á
eftir honum. Allamma og Daníel þráttuðu um hvort væri jólalegra; hún, íklædd
rauðri prjónapeysu með skotthúfu á höfði og hálsmen sem Asili hafði föndrað
úr könglum, eða Daníel, í grænu vöðlunum með bjöllu um hálsinn og músastiga
vafinn um sig miðjan.
Flestar fjölskyldurnar í dalnum fóru upp í hlíð í aðdraganda jóla, hjuggu tré
og tóku með sér heim. Allamma sagði það hinn fúnasta misskilning. Að trén