Goðasteinn - 01.09.2023, Page 115
113
Goðasteinn 2023
gerðu miklu meira gagn uppistandandi en húkandi rótalaus inni í stofu. Asili
var afar sammála.
Síðan hófst leitin að rétta jólatrénu.
Alex vildi að þau skreyttu það stærsta, Asili vildi að þau skreyttu það minnsta
og Daníel vildi að þau skreyttu bara eitthvað annað jólatré en Allamma vildi
skreyta.
Eftir hálftíma ráf á milli jólatrjáafulltrúa fjölskyldumeðlima, og tilheyrandi
röksemdafærslu, stóð hópurinn fyrir framan jólatré Öllömmu.
„Vá, hvað það er ljótt,“ sagði Alex og þurrkaði sultardropa af nefinu.
„Án efa ljótasta jólatréð í hlíðinni, mamma,“ sagði Daníel.
Bella hallaði undir flatt og virti fyrir sér gisið jólatréð. Helmingur barrnál-
anna hafði yfirgefið greinarnar og toppurinn hékk brotinn niður á mitt tré.
„Sjáið ekki hvað það er íbyggið á svipinn?!“ sagði Allamma.
Asili gerði tilraun til að reisa toppinn við, án árangurs.
„Það er eins og það hafi gleymt að fara í buxur,“ sagði Alex.
Það hnussaði í Öllömmu. „Hvaða vitleysa.“
„Og eins og það sé drukkið,“ sagði Daníel.
„Kannski komist í berjavínið,“ bætti Alex við.
Allamma blés út. „Þetta er mikið gáfutré, það fer ekki á milli mála!“
Asili gjóaði augunum á Öllömmu. „Kannski er tréð hennar Öllömmu svona
eins og hann Rúdólfur hreindýr. Kannski verður það þakklátast ef við veljum
það af því … af því það er svolítið öðruvísi en hin trén.“
Allamma klappaði Asili á bakið, stakk pípunni gegnum örlitla glottrifu og
lygndi aftur augunum. Hún vissi sem var; engum dytti til hugar að leggjast gegn
tillögu Asili um að hjálpa trénu sem var öðruvísi.
Og fyrr en varði húkti „Jörundur jólatré“ með sinn herðakistil, alsettur músa-
stigum, og brosti framan í dalinn. Lófar lögðust í lófa og Fríríkisfjölskyldan sló
skjaldborg um hinn hálfbera útlaga. Svo breyttust misfalskar raddir í töfrandi
englakór undir hvítum kirkjuturnum Fósturfjallanna.