Goðasteinn - 01.09.2023, Page 121
119
Á 12. öld voru íslenskir prestar, eða klerkar almennt, veraldlegir í háttum, voru
jafnan vopnaðir, særðu og drápu menn, t.d. ef hefndarskyldan bauð, tóku þátt
í málaferlum og sóttu menn til saka, áttu eiginkonur og börn, héldu frillur. Og
aðrir sem áttu sökótt við klerka börðu þá, særðu og drápu. Í tíð Gregors páfa
VII, undir lok 11. aldar, var skorin upp herör gegn veraldlegum háttum presta
og er það upphaf kirkjulegrar siðbótar 12. aldar. Baráttumálið hefur verið kallað
gregoríanismi og kjarni þess var aðskilnaður andlegs og veraldlegs valds. Líka
er talað um kirkjuvaldsstefnuna, á latínu libertas ecclesiae, frelsi kirkjunnar.
Eysteinn erkibiskup í Niðarósi náði miklum árangri við að hrinda kirkju-
valdsstefnunni í framkvæmd í Noregi og sneri sér að Íslendingum 1173. Helsti
erindreki hans hérlendis var Þorlákur biskup Þórhallsson. Á Íslandi var vand-
inn ekki síst sá að goðorðsmenn voru margir vígðir prestar eða höfðu vígslu
djákna en voru veraldlegir í háttum, báru vopn, sóttu mál og héldu allmargir
frillur þótt þeir væru eiginkvæntir og klerkvígðir.
Verkefni Þorláks voru tvenns konar, hann skyldi krefjast yfirráða yfir stöð-
um og hann skyldi bæta siðferði. Með stöðum er fyrst og fremst átt við jarðir
þar sem kirkjan á bænum átti alla heimajörðina og var því eins konar sjálfseign-
arstofnun.1 Átök Þorláks við Jón Loftsson, djákna og goða á staðnum í Odda,
eru einkum kunn, Jón neitaði að láta forræði staða af hendi við biskup. Hann
1 Magnús Stefánsson, Kirkjuvald eflist, 99, 102-3. Sami, Frá goðakirkju til biskupskirkju,
125. Sami, „Um staði og staðamál“, 142-3.
Oddi og umbótahreyfing
12. aldar
Flutt í Skálholti 21. júlí 2023
Helgi Þorláksson