Goðasteinn - 01.09.2023, Side 122
120
Goðasteinn 2023
var eiginkvæntur en hélt áfram frillulífi, a.m.k. í fyrstu, þrátt fyrir bannshótun
biskups.
Þetta er ekki síst frægt vegna þess sem sagan hermir, að Jón sagðist mundu
láta boðskap erkibiskups sem vind um eyru þjóta og líka vegna þess að kunn-
asta frilla hans var Ragnheiður, systir Þorláks biskups. Þær voru báðar í senn
á heimili Jóns í Odda, frillan og eiginkonan. Í fyrstu var ekki amast við hjóna-
bandi vígðra goða, athygli beint að frillulífi þeirra.
Íslenskir fræðimenn sem fylgdu svonefndri „söguskoðun sjálfstæðisbarátt-
unnar“ litu svo á að í framgöngu erkibiskups hefðu verið fólgin erlend afskipti
af frelsi og sjálfstæði Íslendinga. Með þessu áttu þeir við þjóðfrelsi, töldu að
Íslendingar hefðu verið fullvalda þjóð og afskipti erkibiskups óþolandi af þess-
ari ástæðu. Þeir litu á Jón sem þjóðfrelsishetju. En það hlýtur að vera rangt,
Íslendingar settu þjóðfrelsi örugglega ekki á oddinn fyrir 1262 og þeir gerðu
engar athugasemdir við afskipti erkibiskups af íslensku kirkjunni. Þeir sáu held-
ur ekkert athugavert við það að íslenskir höfðingjar gerðust hirðmenn Noregs-
konunga og byndust þeim trúnaðareiðum. Á miðöldum hafa Íslendingar ekki
skilið hugtakið „fullveldi“ né að hugtökin „þjóð“ og „ríki“ féllu saman, mynd-
uðu heild.2 Jón Loftsson vísaði ekki í þjóðfrelsi, hann rökstuddi mál sitt þannig
að þeir sem gerðu kirkjur að stöðum, með því að gefa þeim allt heimaland,
hefðu, a.m.k. sumir, áskilið sér og erfingjum forráðaréttinn og vísaði um það
til afa síns, Sæmundar fróða.3 Þetta taldi erkibiskup að hefði ekki verið heimilt
og væru ónýt rök. En hugmyndir um fornt þjóðfrelsi og óeðlileg erlend afskipti
eru enn ríkjandi á okkar tíð á Íslandi, samúðin hefur þess vegna verið með Jóni
gegn Þorláki.
Erkibiskup lenti í útistöðum við Sverri konung í Noregi og var landflótta á
Englandi á bilinu 1180-83. Þá sljákkaði í Þorláki, hann virðist ekki hafa beitt
sér í staðamálum eftir þetta, framhaldið, staðamálin síðari, kom í hlut Árna
biskups Þorlákssonar, um öld síðar. Vafasamt er að Sverrir Noregskonungur
(d. 1201) hafi stutt íslenska höfðingja í þessum málaflokki, staðamálum fyrri,
sambærileg barátta var ekki í Noregi svo að kunnugt sé.4 Sverrir hefur varla
heldur stutt frillulífi íslenskra höfðingja.
Jón Loftsson hélt stöðum. Og hann var í fyrstu eindreginn í því að slíta ekki
2 Um þetta og skyld atriði er fjallað í ritinu Á sögustöðum eftir höfund greinarinnar.
3 Þorláks saga b, 167.
4 Magnús Stefánsson, Kirkjuvald eflist, 103. Í Noregi tíðkuðust kirkjur sem bændur reistu
saman (héraðskirkjur). Einkakirkjur voru þó til, svonefndar hægindiskirkjur, en ekki kemur
fram að forræði þeirra hafi valdið ágreiningi. Þess er þó að gæta að heimildir eru heldur
fáskrúðugar.