Goðasteinn - 01.09.2023, Síða 124
122
Goðasteinn 2023
Djákninn Jón var í klípu vegna staða og líka vegna frillulífis. Til eru skrifta-
boð Þorláks, t.d. um það hvernig skrifta skuli fyrir óheimilt kynlíf. Talið er að
þessi boð séu ströng í evrópskum samanburði.11 Þetta gætu verið „guðs boð-
orð“ sem erkibiskup nefnir í bréfi ársettu í fornbréfasafni 1179. Landsmenn
tóku guðs boðorðum vel, segir erkibiskup, sem merkir að goðar í lögréttu hafi
samþykkt boðskap hans, víst 1179, og sett guðs boðorð í lög. En erkibiskup er
tortrygginn, svonefnd „nýmæli“, samþykkt í lögréttu, tóku aðeins fullt gildi
ef lögsögumaður sagði þau upp aftur að þremur árum liðnum og erkibiskup
óttast að lögsögumaður muni ekki segja upp nýmælin um guðs boðorð og þau
því falla niður eftir þrjú ár, væntanlega 1182. Samþykkt guðs boðorða gat því
verið biðleikur, ætlaður til að slá niðurstöðum á frest, eins og hugmyndin um
lén. Í bréfi sem er ársett 1180 í fornbréfasafni segir erkibiskup að Jón samþykki
guðs boðorð en hirti ekki alþýðu og virði sjálfur ekki helgan hjúskap og skuli
taka sig á.12
Sumum reynist erfitt að skilja að Jón hafi verið klerklegur í framgöngu og
friðarsinni þar sem hann gat verið harður í horn að taka samkvæmt nútímahug-
myndum. Í Oddaverjaþætti (sjá Þorláks sögu b) kemur hann harkalega fram
við Þorlák, situr fyrir honum, vill handtaka hann. Hugmyndin þar mun sú, eins
og Ásdís Egilsdóttir segir, að draga fram að dýrlingurinn Þorlákur hafi mætt
mótlæti en staðist hverja raun enda studdur af himnakonungi.13 Þess vegna var
varla dregið úr hörku Jóns í frásögninni. En svo er hin hliðin, félagsleg staða
Jóns. Spyrja má: Hvað var harkalegt þegar stórhöfðinginn Jón vildi sækja ætl-
aðan „rétt“ sinn til að vera samvistum við Ragnheiði? Hvernig skyldi goð-
orðsmaður halda virðingu í samfélaginu og sækja rétt sinn gagnvart biskupi?
Tímarnir voru aðrir en núna og viðbrögð Jóns sem þátturinn lýsir varla ótrúleg.
Það var ekki einfalt að vera goði og klerkur í senn. En djákninn Jón lét sig í
frillumálinu enda hefur hann skilið kirkjuvaldsstefnuna og siðaboðin ágætlega,
eins og erkibiskup taldi. Jón var í klípu í staðamálum og leitaði útgönguleiða
í frillumálinu. Hann lét sig í því en Þorlákur varð að láta af kröfum um staði,
helst vegna landflótta erkibiskups. Hann sneri heim, gerði sátt við Sverri kon-
ung og mun hafa kosið að hafa sig hægan.
Fræðimenn á tímum sjálfstæðisbaráttunnar höfðu ekki áhuga á kirkjuvalds-
stefnunni, útskýrðu hana ekki og frásagnir þeirra um deilur í tíð Þorláks eru
einhliða. Sigurður Nordal áttaði sig á því hversu merkilegt það var og sennilega
11 Íslenzkt fornbréfasafn I, 237-44. Sveinbjörn Rafnsson, „Skriftaboð Þorláks biskups“.
Sami, „Þorláksskriftir og hjúskapur ...“
12 Íslenzkt fornbréfasafn I, 259-60, 262, 263.
13 Ásdís Egilsdóttir, „Formáli“, xxvi-xxviii, lxix.